Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en fresturinn til að nýta sér áskriftarréttindin að þessu sinni rann út þann 19. ágúst síðastliðinn.
Umrædd áskriftarréttindi fylgdu þátttöku í hlutafjárútboði Icelandair síðastliðið haust. Í tilkynningunni segir að hluthafar hafi nýtt sér áskriftarréttindi fyrir alls 16,4 milljónir dollara, um 2,1 milljarð króna.
Alls fá hluthafar rétt til að nýta sér áskriftarréttindi þrisvar sinnum, og er þetta fyrsta umferð nýtingar.
Nýtingarverðið var 1,13 krónur á hlut, sem er töluvert undir gengi Icelandair á markaði, sem nú stendur í 1,43 krónum á hlut.