Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 17:52 Frá hlutafjárútboði Icelandair á hótel Natura í september. Þeir sem keyptu bréf þá sæju töluverða ávöxtun seldu þeir nú vegna hækkana síðustu daga. Vísir/Vilhelm Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46