Bréf í Icelandair hækkað um rúmlega þriðjung frá útboði Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 17:52 Frá hlutafjárútboði Icelandair á hótel Natura í september. Þeir sem keyptu bréf þá sæju töluverða ávöxtun seldu þeir nú vegna hækkana síðustu daga. Vísir/Vilhelm Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkuðu í dag, þriðja daginn í röð, og er það nú um 37% hærra en í hlutafjárútboði sem var haldið fyrr í haust. Hækkunin kemur í kjölfar frétta af því að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru sem lyfjarisinn Pfizer er með í þróun virðist ætla að gefa góða raun. Viðskiptablaðið segir frá því að sýslað hafi verið með hlutabréf í Icelandair fyrir um 690 milljónir króna í dag. Bréfin hækkuðu í verði um 8,73% en þau höfðu áður hækkað vegna tíðindanna af bóluefninu. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi flugfélaga enda hefur fjöldi ríkja sett verulega takmarkanir við ferðalögum eða jafnvel lokað landamærum sínum alveg til að hefta útbreiðslu hans. Fleiri íslensk fyrirtæki á markaði hafa hækkað í verði síðustu daga. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sagði Vísi í gær að óhætt sé að rekja hækkunina til fregna af bóluefninu. Framhaldið muni ráðast af fréttaflutningi af bóluefninu og viðbrögðum sérfræðinga og heilbrigðisyfirvalda. „Við höfum auðvitað áður fengið fréttir af árangri í lyfjaþróun gegn Covid, og eins bóluefnaþróuninni, sem hefur reynst minni fótur fyrir en upphaflega hljómaði,“ sagði Jón Bjarki. Gefi bóluefnið eins góða raun og fréttir benda til sagði Jón Bjarki að mögulega sæi þá fyrir endann á kreppunni sem faraldurinn hefur haft í för með sér. „Það þýðir að þeir geirar sem eru mest undir hælnum á faraldrinum, ferðaþjónustan og þeir geirar sem sæta lokunum vegna sóttvarnaaðgerða, þeir eru þá að fara að rétta mun fyrr úr kútnum. Bæði fjármálakerfið og opinberir aðilar þurfa þá að bera miklu minni byrðar vegna efnahagsaðgerða til að hjálpa þessum aðilum í gegnum kreppuna en ella væri,“ sagði hann.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Markaðir Fréttir af flugi Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46