Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. júní 2021 23:33 Kaupin ganga ekki í gegn nema að þau verði samþykkt á hluthafafundi Icelandair. vísir/vilhelm Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. Hlutirnir sem Bain skráir sig fyrir eru samtals rúmlega 5,6 milljarðar nýrra hluta og eru þeir seldir á genginu 1,43 króna á hlut. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samkomulagið sé gert með fyrirvara um samþykki hluthafafundar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum að nýjum hlutum í félaginu. Bain Capital mun fá fulltrúa í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Verði kaupin samþykkt á hluthafafundinum mun Úlfar Steindórsson þá stíga til hliðar sem stjórnarmaður í félaginu. Stefnt er að því að halda hluthafafundinn eftir sléttan mánum, þann 23. júlí. Mitt Romney er meðal stofnenda Bain Capital.AP Fjárfestingarfélagið mun að auki fá áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara 25 prósentum af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Mitt Romney meðal stofnenda Bain Bain Capital var stofnað árið 1984 en á meðal stofnenda þess var Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungardeildarþingmaður. Hann sá eini sem hefur gegnt stöðu forstjóra í sögu fjárfestingarfélagsins. Hlakka til samstarfsins „Það er mikið gleðiefni að bjóða Bain Capital velkomin í sterkan og fjölbreyttan hluthafahóp okkar. Við erum ánægð með að fá í hópinn leiðandi fjárfesti á heimsvísu með mikla þekkingu á fluggeiranum. Samkomulagið er auk þess mikilvæg viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk Icelandair hefur unnið til að tryggja bjarta framtíð félagsins. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau miklu tækifæri sem við sjáum í viðskiptalíkani Icelandair eftir heimsfaraldurinn,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/egill Hljóðið er svipað í Matthew Evans, framkvæmdastjóra Bain Capital: „Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Icelandair Group í fjölbreytt eignasafn okkar í flugtengdri starfsemi og að styðja við flugfélagið í næsta kafla 84 ára sögu þess,“ er haft eftir honum. „Þó líklegt sé að það taki ferðaþjónustu í heiminum nokkurn tíma að ná fullum styrk á ný, deilum við þeirri trú með stjórnendum Icelandair að viðskiptalíkan félagsins sé mjög samkeppnishæft til lengri tíma og að félagið hafi rekstrarsögu sem setur það í kjörstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem verða til nú þegar heimsfaraldurinn er í rénun. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa.“ Icelandair Bandaríkin Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hlutirnir sem Bain skráir sig fyrir eru samtals rúmlega 5,6 milljarðar nýrra hluta og eru þeir seldir á genginu 1,43 króna á hlut. Í tilkynningu frá Icelandair segir að samkomulagið sé gert með fyrirvara um samþykki hluthafafundar og að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum að nýjum hlutum í félaginu. Bain Capital mun fá fulltrúa í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Verði kaupin samþykkt á hluthafafundinum mun Úlfar Steindórsson þá stíga til hliðar sem stjórnarmaður í félaginu. Stefnt er að því að halda hluthafafundinn eftir sléttan mánum, þann 23. júlí. Mitt Romney er meðal stofnenda Bain Capital.AP Fjárfestingarfélagið mun að auki fá áskriftarréttindi fyrir hlutum sem samsvara 25 prósentum af heildarfjölda þeirra nýju hluta sem gefnir verða út. Mitt Romney meðal stofnenda Bain Bain Capital var stofnað árið 1984 en á meðal stofnenda þess var Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungardeildarþingmaður. Hann sá eini sem hefur gegnt stöðu forstjóra í sögu fjárfestingarfélagsins. Hlakka til samstarfsins „Það er mikið gleðiefni að bjóða Bain Capital velkomin í sterkan og fjölbreyttan hluthafahóp okkar. Við erum ánægð með að fá í hópinn leiðandi fjárfesti á heimsvísu með mikla þekkingu á fluggeiranum. Samkomulagið er auk þess mikilvæg viðurkenning á því ötula starfi sem starfsfólk Icelandair hefur unnið til að tryggja bjarta framtíð félagsins. Við hlökkum til samstarfsins og að nýta þau miklu tækifæri sem við sjáum í viðskiptalíkani Icelandair eftir heimsfaraldurinn,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group í tilkynningu. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.vísir/egill Hljóðið er svipað í Matthew Evans, framkvæmdastjóra Bain Capital: „Við erum mjög spennt fyrir því að bæta Icelandair Group í fjölbreytt eignasafn okkar í flugtengdri starfsemi og að styðja við flugfélagið í næsta kafla 84 ára sögu þess,“ er haft eftir honum. „Þó líklegt sé að það taki ferðaþjónustu í heiminum nokkurn tíma að ná fullum styrk á ný, deilum við þeirri trú með stjórnendum Icelandair að viðskiptalíkan félagsins sé mjög samkeppnishæft til lengri tíma og að félagið hafi rekstrarsögu sem setur það í kjörstöðu til þess að nýta sér þau tækifæri sem verða til nú þegar heimsfaraldurinn er í rénun. Við erum sannfærð um að víðtæk reynsla okkar úr fluggeiranum og virðisaukandi nálgun muni styðja við vöxt Icelandair til hagsbóta fyrir alla hluthafa.“
Icelandair Bandaríkin Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent