5 ráð áður en þú byrjar að fjárfesta Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun