5 ráð áður en þú byrjar að fjárfesta Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun