Sumir og aðrir - um tekjur og heilbrigði Drífa Snædal skrifar 20. ágúst 2021 13:01 Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Upplýsingar um ofurtekjur karla (og nokkurra kvenna) liggja nú fyrir í álagningarskrám skattayfirvalda. Það er sjálfsagt og eðlilegt að við fáum upplýsingar um tekjur fólks og ekki síst framlag til samfélagsins og þeirra kerfa sem við treystum öll á og gætum ekki lifað án. Það sem vekur athygli að þessu sinni umfram annað eru laun forstjóra og yfirmanna hjá þeim fyrirtækjum sem hafa fengið hvað hæstu ríkisstyrkina til að viðhalda ráðningasamböndum, fengið tekjufallsstyrki, uppsagnarstyrki og niðurgreidd laun til að ráða fólk aftur til starfa. Þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma og tekið skellinn á þeim forsendum að „við séum öll á sama báti“, les tekjublaðið situr eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn. Öll viðbrögð við umræðum um að nú þurfum við öll að leggjast á árarnar í atvinnulífinu litast af þeirri staðreynd að við erum einmitt ekki öll á sama báti. Sett er krafa á láglaunafólk um að sýna atvinnurekendum tryggð með því mæta aftur til erfiðra starfa um leið og kallið kemur og sama hvaðan sem það kemur. Viðbrögðin hljóta þó að litast af tryggð þess sama atvinnulífs eða vinnustaðar við starfsfólk á erfiðum tímum. Í dag fer fram heilbrigðisþing en það er alveg ljóst að heilbrigðismálin eru eitt af stóru málunum þessa dagana. Ekki einungis út af faraldrinum heldur vaxandi vitund um vanda kerfisins til að mæta auknu álagi hvort sem er vegna faraldurs, fjölgunar ferðamanna eða öldrunar þjóðarinnar. Hvergi er gjáin milli stjórnmálanna og vilja þjóðarinnar jafn breið. Allar kannanir sem gerðar eru sýna ríkan vilja fólks til að hafa öfluga opinbera heilbrigðisþjónustu án þess að markaðsöflin ráði þar för. Meirihluti stjórnmálanna vill hins vegar halda áfram að svelta hið opinbera kerfi þar til markaðsöflin mæta eins og frelsandi englar til bjargar þegar allt er komið í óefni. Til lengri tíma er þetta óheillaskref og við þekkjum sporin til að hræðast. Hið arðvædda kerfi mismunar, er dýrara og kjör almenns starfsfólks verri þótt einstaka sérfræðingar hagnist á því. Sterkt opinbert kerfi er lýðheilsumál, jafnréttismál og einn af hornsteinum jöfnuðar þar sem ekki er mismunað eftir tekjum, búsetu eða félagslegri stöðu. Þessi mantra verður ekki of oft endurtekin. Um þetta verður kosið í september. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar