Kolin í Kína Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 19. ágúst 2021 15:39 Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Loftslagsmál Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert. Eini vandinn er að sú lausn skilar minna en engu. Fáránleika aðferðafræðinnar má kannski best lýsa með eftirfarandi runu: „Bensínbíllinn minn mengar ekkert miðað við skemmtiferðaskip“ sagði bílstjórinn, „Skemmtiferðaskipið mitt mengar nú ekkert miðað við álver“ sagði skipstjórinn, „Álverið mitt mengar nú ekkert miðað við þá þúsund milljón bíla sem eru í heiminum“ sagði ál-forstjórinn. Með „gildum“ rökum er því auðvelt að réttlæta engar aðgerðir fyrir alla. Kína En aftur að Kína. Af hverjum þurfum við Íslendingar að gera eitthvað í umhverfismálum þegar ný kolaorkuver eru að opna í Kína? Geta þeir ekki bara byrjað á orkuskiptunum, þar sem þeir menga langmest? Tvær gildar spurningar sem kalla á aðrar tvær. Af hverju menga Kínverjar svona mikið og eru þeir ekkert að gera í sínum málum? Fyrri spurningunni ættu flestir að geta svarað enda búa 1,4 milljarðar manna í Kína sem kallar á mikla orkunotkun í sjálfu sér. Hin staðreyndin er kannski óþægilegri en hún er sú að hrikalega stór hluti af neyslu okkar Vesturlandabúa er framleidd með einum eða öðrum hætti í Kína. Allskonar neysluvara eins og bílar, hjólhýsi, raftæki, hjól, byggingarefni o.fl. kemur einmitt frá Kína. Þó að skilgreint framleiðsluland sé oft annað, t.d. bíll frá Þýskalandi, þá er nær öruggt að fullt af íhlutum í honum rekur uppruna sinn til Kína. Kolanotkun í Kína er því oft nær okkur en við höldum og ábyrgð okkar á orkunotkun í Kína meiri en við viljum viðurkenna. Eru Kínverjar að gera eitthvað? Fréttir um ný kolaorkuver í Kína sem eru, m.a. afleiðing okkar neyslu, komast oft í fréttirnar. Minna er um fréttir af uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í Kína. Bara á árinu 2020 bættu Kínverjar við 136 GW í endurnýjanlegu afli. Þessi tala segir mörgum lítið en setjum hana í samhengi. Uppsett afl endurnýjanlegrar raforku á Íslandi, þ.e. eftir 100 ára uppbyggingu, er 2,9 GW. Kínverjar settu sem sagt upp endurnýjanlega orku sem hefur 50 sinnum meira afl en hjá okkur, bara á einu ári. Helmingur af allri uppbyggingu endurnýjanlegrar orku í heiminum í fyrra var sett upp í Kína. Raforkuframleiðsla úr uppbyggingu grænna raforkuvera Kínverja á einu ári var svipuð og heildar raforkuframleiðsla Spánar. Ólíkt því sem margir halda þá er raforkukerfi Kína ekki alfarið keyrt á kolum. Ekkert land framleiðir meira af endurnýjanlegri raforku en Kína og nú þegar kemur um 30% af þeirra raforku frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Auðvitað þyrfti þetta að ganga hraðar en Kínverjum er pínu vorkunn þegar glænýtt hreinorku rafafl, sem er fimmtíu sinnum meira en allt uppsett rafafl á Íslandi, hefur lítið að segja til að fæða m.a. neysluvöxt okkur Vesturlandabúa. Snúum dæminu við Þó að orkuskipti í Kína gangi of hægt þá er samt gríðarleg uppbygging endurnýjanlegrar orku í gangi í landinu. Hvað ef hinn almenni Kínverji segði „ Hvað erum við að rembast við að setja upp allar þessar vindmyllur og sólarsellur þegar Íslendingar losa 11,8 tonn á íbúa en við bara 7,4 tonn á íbúa“. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun