Spilar fyrir íslenska landsliðið en hefur aldrei spilað körfuboltaleik á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 11:01 Emma Grace Theodórsson talaði ensku í viðtalinu. Skjámynd/karfan.is Emma Grace Theodórsson er nýtt nafn fyrir marga sem fylgjast með körfuboltanum á Íslandi. Hún er komin í íslenska átján ára landsliðið þrátt fyrir að hafa aldrei búið eða spilað á Íslandi. Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum. Körfubolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur á mikilli siglingu Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Sjá meira
Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum.
Körfubolti Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur á mikilli siglingu Njarðvík - Haukar | Endurtekning á úrslitaeinvíginu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Sjá meira