Spilar fyrir íslenska landsliðið en hefur aldrei spilað körfuboltaleik á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 11:01 Emma Grace Theodórsson talaði ensku í viðtalinu. Skjámynd/karfan.is Emma Grace Theodórsson er nýtt nafn fyrir marga sem fylgjast með körfuboltanum á Íslandi. Hún er komin í íslenska átján ára landsliðið þrátt fyrir að hafa aldrei búið eða spilað á Íslandi. Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum. Körfubolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Emma Grace er hálfíslensk en faðir hennar Ólafur Theódórsson lék á sínum tíma með ÍR og Val og alls sex leiki fyrir yngri landslið Íslands. Ólafur fluttist út til Bandaríkjanna átján ára gamall og kom ekki aftur. Emma Grace sagði blaðamanni karfan.is frá því af hverju hún, sem hefur búið alla tíð nálægt Pittsburgh í Pensylvaníu í Bandaríkjunum, er farin að spila fyrir íslenska landsliðið í körfubolta. „Ég fór að horfa mikið á körfubolta þegar við vorum heima í sóttkví í Covid faraldrinum. Við pabbi fórum þá að ræða íslenska landsliðið og ég sagði við hann að ég vildi endilega spila með liðinu. Við höfum þá samband við Sæba (Sævaldur Bjarnason) þjálfara og núna er ég komin hingað,“ sagði Emma brosandi. Hún kom síðan til Íslands í júní til að æfa með íslenska átján ára landsliðinu en hún hefur aldrei spilað keppnisleik á Íslandi. Það má sjá þetta viðtal hér fyrir neðan. watch on YouTube Emma er efnileg körfuboltakona. Hún spilar fyrir Moon Area gagnfræðaskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en hefur þegar samið við Bucknell University um að leika með þeim í bandaríska háskólaboltanum. Emma skoraði 18,9 stig í leik með Moon skólanum á síðustu leiktíð, var ein af stigahæstu konum WPIAL deildarinnar og komst í þriðja úrvalslið fylkisins. Emma er að fara á lokaár sitt í skólanum í vetur. Committed pic.twitter.com/ku7Qj90Jwz— Emma Theodorsson (@emmatheodorsson) June 18, 2021 Emma gat valið úr tilboðum frá mörgum skólum en valdi Bucknell er með öflugt lið sem kemst reglulega í Marsfárið, úrslitamót bandaríska háskólaboltans. Lafayette, Penn, Miami (Ohio) og Wofford komu líka til greina. Emma stóð sig líka mjög vel í náminu og var með með 4,1 í GPA sem er frábær árangur. Í viðtali við post-gazette.com sagðist hún hafa valið skólanum bæði út af körfuboltanum og námsmöguleikunum. Emma hefur spilað tvo leiki með Íslandi á Norðurlandamótinu. Hún var með 9 stig og 8 fráköst á 20 mínútum á móti Eistum og svo 11 stig og 5 fráköst á 18 mínútum á móti Finnum.
Körfubolti Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira