Viðskipti innlent

Ráðinn fram­kvæmda­stjóri við­skipta­lausna hjá Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur starfað hjá Microsoft síðan 2013.
Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur starfað hjá Microsoft síðan 2013. Advania

Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Hann hefur starfað hjá Microsoft á Íslandi síðan 2013, lengst af sem forstjóri.

Í tilkynningu frá Advania segir að Heimir hafi víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. 

„Undanfarin tvö ár hefur hann aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausnir Microsoft. Þar á undan stýrði hann skrifstofu Microsoft á Íslandi í sex ár. Advania hefur um árabil boðið upp á viðskiptalausnir Microsoft, bæði Business Central og Dynamics365. Hjá fyrirtækinu starfar fjölmennur hópur Microsoft-sérfræðinga.

Heimir tekur við af Einari Þórarinssyni sem hverfur til annarra starfa innan Advania og verður Heimi innan handar fyrst um sinn,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.