Viðskipti innlent

Ráðinn markaðs- og vöru­stjóri Kerecis

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Óskarsson hefur starfað undanfarin tvö ár sem forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá VÍS.
Guðmundur Óskarsson hefur starfað undanfarin tvö ár sem forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá VÍS. Kerecis

Guðmundur Óskarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri markaðs- og vörustjórnunar hjá Kerecis.

Í tilkynningu segir að helstu verkefni Guðmundar verði að leiða markaðsmál Kerecis á alþjóðavettvangi auk vörustjórnunar og innleiðinga á nýjum vörum.

Guðmundur hefur starfað undanfarin tvö ár sem forstöðumaður sölu- og markaðsmála hjá VÍS og lengst af sem forstöðumaður og framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Icelandair.

„Guðmundur er með BS-gráðu í viðskiptafræði og BA-gráðu alþjóðasamskiptum frá Pennsylvania State University ásamt diplómu frá University of Leipzig í Þýskalandi.

Kerecis er brautryðjandi í framleiðslu á lækningavörum úr þorskroði og fitusýrum sem verja líkamsvefi og græða. Vörur fyrirtækisins eru framleiddar á Ísafirði, vöruþróun fer fram í Reykjavík og sölu- og markaðsstarf á Washington D.C. svæðinu í Bandaríkjunum og í Sviss,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.