Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Kjartan Ásmundsson skrifar 17. ágúst 2021 13:31 Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar