Útbrunnir starfsmenn slökkva elda Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. ágúst 2021 09:01 Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við. Við höfum til að mynda um áratugaskeið æft það að setja upp loftbrú með sjúklinga til Norðurlandanna ef stórslys verður á Íslandi, slys sem myndi krefjast meira af heilbrigðiskerfinu okkar en það getur sinnt. Á þeim æfingum höfum við alltaf gert ráð fyrir því að geta reitt okkur á nágrannaþjóðir þegar okkar kerfi springur. En nú, á tímum heimsfaraldurs, er staðan önnur. Flótti Á Íslandi er heilbrigðiskerfi sem gæti verið í heimsklassa, en því miður hefur áratuga sparnaður og launastefna sem er í engu samræmi við það sem tíðkast erlendis, gert það að verkum að þrátt fyrir sæmilegan tækjabúnað og þekkingu, þá getum við engan veginn mannað heilbrigðiskerfið með viðunandi hætti. Langur vinnutími og lág laun hafa orsakað flótta úr heilbrigðisstéttunum, bæði í aðra geira innanlands og á erlenda grundu. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt hið fallega tal um að umbuna starfsfólki í framlínu heimsfaraldurs, þá eru efndirnar ekki eftir því. Er það nema von að fólk gefist upp. Á sama tíma hafa stjórnendur og stjórnmálamenn á Norðurlöndum fullan skilning á því að það þarf bæði að fjárfesta í fólki og umbuna því fyrir erfitt starf á krísutímum. Gott dæmi er að starfsfólk á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi fær þreföld laun þegar það mætir í vinnu þegar það átti að vera í sumarfríi. Á sama tíma fær hjúkrunarfólk hér á landi 2-3 yfirvinnutíma greidda fyrir það að hætta snemma í sínu fríi. Íkveikjur Svör stjórnmálamanna hér á landi eru þau að nógu sé eytt í heilbrigðisþjónustu og því þurfi aðeins að auka framleiðni og innleiða stafræna umbyltingu. Sem aðili sem hefur leitt stafrænar umbyltingar víða um heim og unnið við að auka framleiðni í mannúðarstarfi víða um heim, þá er eitt grundvallarprinsipp sem er vel þekkt þegar kemur að slíkri vinnu. Það er að ekki er hægt að laga ferla eða nýta nýja tækni betur þegar starfsfólkið er í endalausri vinnu við að slökkva elda. Síst af öllu er það hægt á krísutímum. Yfirlýsingar um að nægt fjármagn sé þegar sett í heilbrigðiskerfið og að fólk þurfi bara nýta það betur og vinna hraðar eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Þvert á móti er það eins og að kasta bensín á bálið og leiðir einfaldlega til þess að enn fleira starfsfólk brennur út. Sér í lagi þegar litið er til þess að ástæðan fyrir yfirlýsingunum er sú að ef sækja þarf meira fjármagn til heilbrigðiskerfisins þá þarf það að koma með auknu auðlindagjaldi og hátekjuskatti, nokkuð sem er of nátengt þeim sem yfirlýsingarnar gefa. Brunaútsala Á hápunkti faraldursins í fyrra þurftu því miður margir, af þeim sem ég hef unnið með við mannúðarstörf víða um heim síðustu tvo áratugi, að taka þær erfiðu ákvarðanir í heimalandi sínu um hvaða sjúklingar fengju að lifa og hverjir myndu þurfa að deyja sökum þess að ekki voru nægileg sjúkrarými fyrir alla þá sem þurftu innlögn á sjúkrahús. Stjórnendur Landspítala segjast nálgast óðfluga þessi mörk og bráðum gætu læknar þurft að taka ákvörðun um það hvort þú eða foreldrar þínir fái að lifa. Það eru ákvarðanir sem enginn læknir á að þurfa að taka í ríku landi eins og Íslandi. Við þurfum að stórauka fjárfestingu í fólki innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að borga starfsfólki samkeppnishæf laun, bæta starfsumhverfi þeirra og stórauka nýliðun innan kerfisins. Við þurfum að umbuna starfsfólki þegar það leggur á sig ómælda aukavinnu og áhættu, til þess að við og ástvinir okkar lifum. Við megum ekki setja líf fólks á brunaútsölu eða láta heilbrigðisstarfsfólk brenna út, einungis vegna stjórnmálamanna sem eru fastir í kreddum um hver skuli bera byrðarnar í samfélaginu. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða rétt. Sem segja það ekki vera einhverja „verstu hugmynd sem þeir hafi heyrt“ að ráða mannskap á stofnanir eins og Landspítalann. Við þurfum stjórnmálamenn sem átta sig á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í gangverki samfélagsins - sérstaklega á tímum þegar sjálft frelsi landsmanna hvílir á herðum Landspítalans. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að leysa vandamálin í stað þess að bíða eftir því að þeir fái hugljómun við það að veikjast sjálfir og þurfa að upplifa hið brothætta kerfi á eigin skinni. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu þekkt að á krísutímum þá koma brestir í innviðum fyrr í ljós. Margra ára sparnaður magnar áhrifin og orsakar keðjuverkun sem getur keyrt kerfi um koll. Þau okkar sem hafa starfað innan almannavarnakerfisins þekkjum vel þær takmarkanir sem margir innviðir okkar glíma við. Við höfum til að mynda um áratugaskeið æft það að setja upp loftbrú með sjúklinga til Norðurlandanna ef stórslys verður á Íslandi, slys sem myndi krefjast meira af heilbrigðiskerfinu okkar en það getur sinnt. Á þeim æfingum höfum við alltaf gert ráð fyrir því að geta reitt okkur á nágrannaþjóðir þegar okkar kerfi springur. En nú, á tímum heimsfaraldurs, er staðan önnur. Flótti Á Íslandi er heilbrigðiskerfi sem gæti verið í heimsklassa, en því miður hefur áratuga sparnaður og launastefna sem er í engu samræmi við það sem tíðkast erlendis, gert það að verkum að þrátt fyrir sæmilegan tækjabúnað og þekkingu, þá getum við engan veginn mannað heilbrigðiskerfið með viðunandi hætti. Langur vinnutími og lág laun hafa orsakað flótta úr heilbrigðisstéttunum, bæði í aðra geira innanlands og á erlenda grundu. Ekki bætir úr skák að þrátt fyrir allt hið fallega tal um að umbuna starfsfólki í framlínu heimsfaraldurs, þá eru efndirnar ekki eftir því. Er það nema von að fólk gefist upp. Á sama tíma hafa stjórnendur og stjórnmálamenn á Norðurlöndum fullan skilning á því að það þarf bæði að fjárfesta í fólki og umbuna því fyrir erfitt starf á krísutímum. Gott dæmi er að starfsfólk á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi fær þreföld laun þegar það mætir í vinnu þegar það átti að vera í sumarfríi. Á sama tíma fær hjúkrunarfólk hér á landi 2-3 yfirvinnutíma greidda fyrir það að hætta snemma í sínu fríi. Íkveikjur Svör stjórnmálamanna hér á landi eru þau að nógu sé eytt í heilbrigðisþjónustu og því þurfi aðeins að auka framleiðni og innleiða stafræna umbyltingu. Sem aðili sem hefur leitt stafrænar umbyltingar víða um heim og unnið við að auka framleiðni í mannúðarstarfi víða um heim, þá er eitt grundvallarprinsipp sem er vel þekkt þegar kemur að slíkri vinnu. Það er að ekki er hægt að laga ferla eða nýta nýja tækni betur þegar starfsfólkið er í endalausri vinnu við að slökkva elda. Síst af öllu er það hægt á krísutímum. Yfirlýsingar um að nægt fjármagn sé þegar sett í heilbrigðiskerfið og að fólk þurfi bara nýta það betur og vinna hraðar eru ekki til þess fallnar að bæta ástandið. Þvert á móti er það eins og að kasta bensín á bálið og leiðir einfaldlega til þess að enn fleira starfsfólk brennur út. Sér í lagi þegar litið er til þess að ástæðan fyrir yfirlýsingunum er sú að ef sækja þarf meira fjármagn til heilbrigðiskerfisins þá þarf það að koma með auknu auðlindagjaldi og hátekjuskatti, nokkuð sem er of nátengt þeim sem yfirlýsingarnar gefa. Brunaútsala Á hápunkti faraldursins í fyrra þurftu því miður margir, af þeim sem ég hef unnið með við mannúðarstörf víða um heim síðustu tvo áratugi, að taka þær erfiðu ákvarðanir í heimalandi sínu um hvaða sjúklingar fengju að lifa og hverjir myndu þurfa að deyja sökum þess að ekki voru nægileg sjúkrarými fyrir alla þá sem þurftu innlögn á sjúkrahús. Stjórnendur Landspítala segjast nálgast óðfluga þessi mörk og bráðum gætu læknar þurft að taka ákvörðun um það hvort þú eða foreldrar þínir fái að lifa. Það eru ákvarðanir sem enginn læknir á að þurfa að taka í ríku landi eins og Íslandi. Við þurfum að stórauka fjárfestingu í fólki innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum að borga starfsfólki samkeppnishæf laun, bæta starfsumhverfi þeirra og stórauka nýliðun innan kerfisins. Við þurfum að umbuna starfsfólki þegar það leggur á sig ómælda aukavinnu og áhættu, til þess að við og ástvinir okkar lifum. Við megum ekki setja líf fólks á brunaútsölu eða láta heilbrigðisstarfsfólk brenna út, einungis vegna stjórnmálamanna sem eru fastir í kreddum um hver skuli bera byrðarnar í samfélaginu. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að forgangsraða rétt. Sem segja það ekki vera einhverja „verstu hugmynd sem þeir hafi heyrt“ að ráða mannskap á stofnanir eins og Landspítalann. Við þurfum stjórnmálamenn sem átta sig á mikilvægi heilbrigðisþjónustunnar í gangverki samfélagsins - sérstaklega á tímum þegar sjálft frelsi landsmanna hvílir á herðum Landspítalans. Við þurfum stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að leysa vandamálin í stað þess að bíða eftir því að þeir fái hugljómun við það að veikjast sjálfir og þurfa að upplifa hið brothætta kerfi á eigin skinni. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun