Golf

Kisner sigraði eftir sex manna bráðabana

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kevin Kisner
Kevin Kisner vísir/Getty

Lokakaflinn á Wyndham meistaramótinu var æsispennandi en að lokum var það Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner sem stóð uppi sem sigurvegari.

Russell Henley sem hafði verið í forystu stærstan hluta mótsins átti ekki góðan lokahring en hann lauk hringnum á einu höggi yfir pari og var því á samtals fjórtán höggum undir pari.

Það skilaði honum ekki sæti í bráðabana því Kisner auk Kevin Na, Branden Grace, Si Woo Kim, Adam Scott og Roger Sloan luku allir keppni á samtals fimmtán höggum undir pari.

Kisner, Na og Grace háðu lokabaráttuna um sigurinn og hafði Kisner betur að lokum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.