Við heyrum í ykkur Helga Vala Helgadóttir skrifar 14. ágúst 2021 12:27 „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. Heimsfaraldur kórónuveiru skapaði ekki það neyðarástand sem nú er uppi, þar sem flytja þarf lífshættulega veika sjúklinga landshorna á milli, milli gjörgæsludeilda, til að skapa pláss fyrir Covid-sjúklinga. Viðmótið sem heilbrigðisstarfsfólk fékk í upphafi árs 2020 er því miður einkennandi fyrir þessa ríkisstjórn. „Þið verðið bara að hlaupa hraðar“. „Þið verðið bara að hætta að kvarta“. „Það er áskorun fyrir heilbrigðisráðherra að standa með þjóðarsjúkrahúsinu“ þegar starfsfólk lýsir ástandinu á vinnustaðnum sínum. Bráðamóttaka Landspítala er eins og sýningargluggi fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Þegar bráðamóttakan er yfirfull, gamalt fólk, fárveikt fólk eða slasað liggur á göngum bráðamóttöku þá er það ekki vegna ástandsins þar heldur vegna þess að ekki er hægt að finna þeim viðunandi sjúkrapláss annars staðar á spítalanum eða í heilbrigðiskerfinu. Í byrjun árs 2020 tók Velferðarnefnd Alþingis heila nefndarviku í að skoða einmitt stöðuna í kerfinu öllu. Þá blasti við óstjórn og vanfjármögnun um allt kerfið. Þegar heilbrigðisstofnunum um land allt er gert að skera niður þá hætta þær að þjónusta ákveðna sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustu á yfirfullan Landspítala. Landspítalinn getur ekki lokað dyrunum. Þjóðarsjúkrahúsið hefur ekki val og því lengjast biðlistar og verkefnum fjölgar án þess að stjórnvöld taki tillit til þess með fjárveitingum. Fjárveitingar gefa kost á fleiri stöðugildum. Þetta er ekkert flóknara en það og það hefur ríkisstjórnin trassað algjörlega. Auknu fjármagni til heilbrigðiskerfis er fyrst of fremst ráðstafað í byggingu nýs meðferðarkjarna, byggingu við Grensás og sjúkrahúsið á Akureyri, auk kjarasamninga heilbrigðisstarfsfólks sem hækkuðu á kjörtímabilinu og hækkunar á kostnaði aðfanga. Það er ekki verið að auka fjármagn í reksturinn í heilbrigðiskerfinu að neinu ráði umfram þetta heldur er um að ræða eðlilegar verðhækkanir í dýru kerfi. Auðvitað kostar það mikla fjármuni að reka heilbrigðiskerfi í litlu landi en með því að reka það illa er verið að kasta peningum á glæ. Í apríl 2020, eftir að heimsfaraldurinn hafði skollið á okkur af fullum þunga lögðum við í Samfylkingunni til að hrundið yrði af stað átaki til fjölgunar heilbrigðisstarfsfólks en því var svarað af fjármálaráðherra að þetta væri einhver versta hugmynd sem hann hefði heyrt. Kreppunni yrði ekki svarað með fjölgun opinberra starfa og við það sat. Ríkisstjórnin svaraði ekki neyðarkallinu. Hættuástand á Landspítala skapast þegar öll rúm spítalans eru í notkun því þá er ekkert pláss fyrir óvænt veikindi eða slys í samfélaginu. Þegar gjörgæslurými eru ekki notuð, vegna skorts á starfsfólki, myndast biðlistar í nauðsynlegar aðgerðir. Fermetrarnir eru til staðar bæði á Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum en starfsfólk vantar því stjórnvöld setja ekki nægilegt fjármagn í verkefnið. Það eru bara tvær gjörgæsludeildir á Íslandi og gjörgæslurými hér á landi eru hlutfallslega miklu færri en á Norðurlöndunum. Það þarf að laða að starfsfólk og það verður ekki gert með því að skammast út í stjórnendur spítalans eða starfsfólk sem segir frá ástandinu eins og ráðherrar hafa leyft sér undanfarna daga og misseri heldur með auknum fjárveitingum og ákvörðunum um að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir komst að kjarna málsins í viðtali á Rás 2 í vikunni, þegar hann talaði um hvernig stjórnvöld vanræktu að tryggja fulla starfsemi gjörgæsludeildar Landspítala í heimsfaraldri. Ekkert var gert til að laða inn á spítalann þá 4-500 hjúkrunarfræðinga sem hafa menntað sig í fræðunum en horfið til annarra starfa, ýmist vegna bágra starfskjara eða aðstæðna. Hann lýsti því líka hvernig stjórnvöld sendu inn smánarlega álagsgreiðslu til þess starfsfólks sem var í framlínu í í Covidfaraldri og það hvernig nú er verið að launa fólki það að fórna sumarleyfum með mögulegum frídögum í framtíðinni. Svar ráðherra er að skammast út í fólk sem lýsir ástandinu, segja stjórnendur heilbrigðiskerfisins ekki vera að standa sig og að nú þurfi bara að auka framleiðni, m.ö.o. að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að hlaupa hraðar. Það að ráðherrar í ríkisstjórn leyfi sér að tala niður starfsemi Landspítala í heimsfaraldri er slíkt ábyrgðarleysi að það nær engri átt og er líklega einsdæmi í Evrópu. Á Landspítala hleypur fólk dagana langa við ofboðslega erfiðar aðstæður, m.a. vegna smitvarna, sem kalla á fleira starfsfólk og lengri tíma í hluti sem áður þurfti ekki að huga að, eins og smitvarnarútbúnað og yfirsetu. Ríkisstjórnin skilar auðu í þessu eins og öðrum grundvallarþáttum og virðist ekki hafa neinar lausnir á teikniborðinu. Við þurfum að efna þjóðarsáttina sem ríkir um eflingu heilbrigðiskerfisins, þjóðarsáttina sem ríkisstjórnin hefur virt að vettugi. Um þetta verður kosið í september. Helga Vala Helgadóttir er formaður velferðarnefndar Alþingis, skipar 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Landspítalinn Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. Heimsfaraldur kórónuveiru skapaði ekki það neyðarástand sem nú er uppi, þar sem flytja þarf lífshættulega veika sjúklinga landshorna á milli, milli gjörgæsludeilda, til að skapa pláss fyrir Covid-sjúklinga. Viðmótið sem heilbrigðisstarfsfólk fékk í upphafi árs 2020 er því miður einkennandi fyrir þessa ríkisstjórn. „Þið verðið bara að hlaupa hraðar“. „Þið verðið bara að hætta að kvarta“. „Það er áskorun fyrir heilbrigðisráðherra að standa með þjóðarsjúkrahúsinu“ þegar starfsfólk lýsir ástandinu á vinnustaðnum sínum. Bráðamóttaka Landspítala er eins og sýningargluggi fyrir heilbrigðiskerfið í heild. Þegar bráðamóttakan er yfirfull, gamalt fólk, fárveikt fólk eða slasað liggur á göngum bráðamóttöku þá er það ekki vegna ástandsins þar heldur vegna þess að ekki er hægt að finna þeim viðunandi sjúkrapláss annars staðar á spítalanum eða í heilbrigðiskerfinu. Í byrjun árs 2020 tók Velferðarnefnd Alþingis heila nefndarviku í að skoða einmitt stöðuna í kerfinu öllu. Þá blasti við óstjórn og vanfjármögnun um allt kerfið. Þegar heilbrigðisstofnunum um land allt er gert að skera niður þá hætta þær að þjónusta ákveðna sjúklinga sem þurfa að sækja þjónustu á yfirfullan Landspítala. Landspítalinn getur ekki lokað dyrunum. Þjóðarsjúkrahúsið hefur ekki val og því lengjast biðlistar og verkefnum fjölgar án þess að stjórnvöld taki tillit til þess með fjárveitingum. Fjárveitingar gefa kost á fleiri stöðugildum. Þetta er ekkert flóknara en það og það hefur ríkisstjórnin trassað algjörlega. Auknu fjármagni til heilbrigðiskerfis er fyrst of fremst ráðstafað í byggingu nýs meðferðarkjarna, byggingu við Grensás og sjúkrahúsið á Akureyri, auk kjarasamninga heilbrigðisstarfsfólks sem hækkuðu á kjörtímabilinu og hækkunar á kostnaði aðfanga. Það er ekki verið að auka fjármagn í reksturinn í heilbrigðiskerfinu að neinu ráði umfram þetta heldur er um að ræða eðlilegar verðhækkanir í dýru kerfi. Auðvitað kostar það mikla fjármuni að reka heilbrigðiskerfi í litlu landi en með því að reka það illa er verið að kasta peningum á glæ. Í apríl 2020, eftir að heimsfaraldurinn hafði skollið á okkur af fullum þunga lögðum við í Samfylkingunni til að hrundið yrði af stað átaki til fjölgunar heilbrigðisstarfsfólks en því var svarað af fjármálaráðherra að þetta væri einhver versta hugmynd sem hann hefði heyrt. Kreppunni yrði ekki svarað með fjölgun opinberra starfa og við það sat. Ríkisstjórnin svaraði ekki neyðarkallinu. Hættuástand á Landspítala skapast þegar öll rúm spítalans eru í notkun því þá er ekkert pláss fyrir óvænt veikindi eða slys í samfélaginu. Þegar gjörgæslurými eru ekki notuð, vegna skorts á starfsfólki, myndast biðlistar í nauðsynlegar aðgerðir. Fermetrarnir eru til staðar bæði á Landspítala og öðrum heilbrigðisstofnunum en starfsfólk vantar því stjórnvöld setja ekki nægilegt fjármagn í verkefnið. Það eru bara tvær gjörgæsludeildir á Íslandi og gjörgæslurými hér á landi eru hlutfallslega miklu færri en á Norðurlöndunum. Það þarf að laða að starfsfólk og það verður ekki gert með því að skammast út í stjórnendur spítalans eða starfsfólk sem segir frá ástandinu eins og ráðherrar hafa leyft sér undanfarna daga og misseri heldur með auknum fjárveitingum og ákvörðunum um að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir. Tómas Guðbjartsson hjartalæknir komst að kjarna málsins í viðtali á Rás 2 í vikunni, þegar hann talaði um hvernig stjórnvöld vanræktu að tryggja fulla starfsemi gjörgæsludeildar Landspítala í heimsfaraldri. Ekkert var gert til að laða inn á spítalann þá 4-500 hjúkrunarfræðinga sem hafa menntað sig í fræðunum en horfið til annarra starfa, ýmist vegna bágra starfskjara eða aðstæðna. Hann lýsti því líka hvernig stjórnvöld sendu inn smánarlega álagsgreiðslu til þess starfsfólks sem var í framlínu í í Covidfaraldri og það hvernig nú er verið að launa fólki það að fórna sumarleyfum með mögulegum frídögum í framtíðinni. Svar ráðherra er að skammast út í fólk sem lýsir ástandinu, segja stjórnendur heilbrigðiskerfisins ekki vera að standa sig og að nú þurfi bara að auka framleiðni, m.ö.o. að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að hlaupa hraðar. Það að ráðherrar í ríkisstjórn leyfi sér að tala niður starfsemi Landspítala í heimsfaraldri er slíkt ábyrgðarleysi að það nær engri átt og er líklega einsdæmi í Evrópu. Á Landspítala hleypur fólk dagana langa við ofboðslega erfiðar aðstæður, m.a. vegna smitvarna, sem kalla á fleira starfsfólk og lengri tíma í hluti sem áður þurfti ekki að huga að, eins og smitvarnarútbúnað og yfirsetu. Ríkisstjórnin skilar auðu í þessu eins og öðrum grundvallarþáttum og virðist ekki hafa neinar lausnir á teikniborðinu. Við þurfum að efna þjóðarsáttina sem ríkir um eflingu heilbrigðiskerfisins, þjóðarsáttina sem ríkisstjórnin hefur virt að vettugi. Um þetta verður kosið í september. Helga Vala Helgadóttir er formaður velferðarnefndar Alþingis, skipar 1. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík norður.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun