Körfubolti

Ty Sabin yfirgefur KR

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tyler Sabin var besti leikmaður KR á seinasta tímabili.
Tyler Sabin var besti leikmaður KR á seinasta tímabili. Vísir/Vilhelm

Bandaríski körfuboltamaðurinn Tyler Sabin hefur yfirgefið herbúðir KR og heldur nú til Ítalíu þar sem hann mun spila með San Sevro.

Sabin var einn besti leikmaður Domino's deildarinnar á seinasta tímabili. Hann var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 25 stig í leik að meðaltali. Ásamt því skilaði hann fjórum stoðsendingum og tók fjögur fráköst í leik.

KR endaði í fimmta sæti Domino's deildar karla og datt út í undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir 3-0 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur. Á leið sinni í undanúrslitin slógu þeir Val út í oddaleik þar sem að Sabin lék á alls oddi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.