Að skjóta sendiboðann – svar við MAST Elvar Örn Friðriksson skrifar 12. ágúst 2021 13:01 Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikil umræða átt sér stað um það hroðalega myndefni sem kajakræðarinn og náttúruverndarsinninn Veiga Grétarsdóttir tók nýverið upp í íslenskum sjókvíum. Á myndunum má sjá mikið skaddaða hálf-hauslausa laxa, laxa þakta í sárum og augnalaus hrognkelsi. 5 dögum eftir að myndefnið birtist sendi Matvælastofnun (MAST) loks frá sér viðbrögð og birtust þau í frétt á Bæjarins bestu, bb.is á Ísafirði. MAST er sú stofnun sem sér um eftirlit með sjókvíaeldi. Í svari sínu minnist MAST ekkert á ástand fiskanna eða hvort að stofnuninni þyki í lagi að svona viðgangist í íslensku sjókvíaeldi. Einungis er hlaupið undir bagga með sjókvíaeldisfyrirtækjunum og Veiga sökuð um brot á sóttvarnarreglum. Í stað þess að rannsaka hvað hefur farið úrskeiðis og hvort allt sé með feldu í sjókvíunum, þá ákveður stofnunin að fara í fjölmiðla og gagnrýna konuna sem var svo hugrökk að þora að sýna Íslendingum það sem leynist undir yfirborðinu. Viðbrögð sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafa verið að efast um að myndefnið væri úr þeirra kvíum; og til vara að það ástand laxanna sem sást á myndunum sé algjör undantekning og að Veiga sé að gerast brotleg með því að sýna hvað leynist í kvíunum þeirra. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa meira en 1.350.000 eldislaxar drepist í íslenskum sjókvíum á þessu ári. Rétta orðið um þann fjölda er ekki undantekning. Viðbrögð af þessu tagi kallast að skjóta sendiboðann. Væri ekki nær að líta í eigin barm, taka ábyrgð á gjörðum sínum og bera virðingu fyrir íslenskri náttúru, eldislaxi jafnt sem villtum íslenskum laxi? Myndirnar eru ótvíræður vitnisburður um að sjókvíaeldi á laxi er ótæk aðferð við dýrahald og matvælaframleiðslu. Stjórnvöldum ber skylda til að vinda ofan af þeirri starfsemi sem fyrst og beina öllu fiskeldi í lokuð kerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun