Upplýsingaóreiða heilbrigðisyfirvalda Erna Bjarnadóttir og Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir skrifa 12. ágúst 2021 12:30 Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Sjá meira
Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn. Nú eru liðnar á hátt á sjöttu viku síðan og upplýsingaóreiðan kringum þetta mál virðist enn magnast. Við erum æði mörg sem erum langþreytt á bið eftir niðurstöðum á greiningum og úrlausn á þessu dæmalausa klúðri í heilbrigðisþjónustu. Gaslýsing? Þegar við héldum að ekki yrði dýpra sokkið, kemur enn eitt hyldýpið betur í ljós. Í ársbyrjun keypti Embætti landlæknis (EL) Skimanaskrá Krabbameinsfélags Íslands, SKRÍN. Í umræðum í fésbókarhópnum “Aðför að heilsu kvenna” sá starfsmaður EL ástæðu til að leiðrétta fullyrðingu um að skránni hafi verið lokað með eftirfarandi orðum. „Embætti landlæknis keypti skrána og hún er sú sem notuð er og verður notuð þangað til ný skrá verður tilbúin. Skimun byggir á skimunarsögu konunnar.“ En þá gerðist hið ótrúlega. Svör til kvenna sem hafa beðið vikum eða mánuðum saman eftir niðurstöðum herma einmitt hið gagnstæða. Í bréfi til annars greinarhöfundar frá Samhæfingamiðstöð krabbameinsskimana, SKS, segir orðrétt m.a. „Ferli skimunar fyrir krabbameini í leghálsi er þannig að eftir að sýni berst SKS er það skráð og sent til rannsóknarstofu Hvidovre sjúkrahússins í Kaupmannahöfn. Þetta ferli tekur um viku og sýni er send utan vikulega. Rannsókn sýnanna tekur að meðaltali 3-6 daga og eru niðurstöður SKS sem sendir þær beint til Embættis landlæknis sem ber ábyrgð á að skrá þau í skimunarskrá embættisins og inn á island.is.“ Síðan segir síðar í bréfinu: „Ef töf er á að niðurstöður berist á island.is er skýringin að ekki er til skimunarskrá Embættis landlæknis sem er forrituð eftir nýjum skimunarleiðbeiningum og því krefst ferlið mikillar handavinnu sem er tímafrek.“ Í alvöru! Sitja konur og læknar þeirra vikum saman og bíða eftir niðurstöðum sem í raun og sanni eru komnar til landsins frá dönsku rannsóknastofunni um það bil þremur vikum eftir að sýni voru tekin? Hvers vegna var farið út í þessa vegferð án þess að búið væri að forrita skimunarskrá EL eftir nýjum skimunarleiðbeiningum? Hvaða skimunarskrá er er yfirleitt til og hver ekki? Af hverju fá konur loksins svör er þær senda tölvupóst á EL en svör berast ekki inn á island.is þegar svör liggja fyrir? Þetta er með öllu ólíðandi óvissa og bið sem konum er boðið upp á tækniöld árið 2021. Engin svör að fá og konur leita út fyrir landsteina Vert er að geta þess að konur hafa margar hverjar ítrekað óskað eftir svörum um ferlið sem sýnin þeirra fara í, allt frá afhendingu sýnanna til SKS og að því hvenær niðurstöður berast SKS frá Danmörku. Með vísan í upplýsingalög, stjórnsýslulög og lög um sjúkraskrá leita þær eftir svörum og einhverskonar festu og fyrirsjáanleika um sýnin sín. Veigrar SKS sér við að svara þessum spurningum? Það eru stöðluð svör berast, spurningarnar hreinlega hundsaðar eða þeim að lokum svarað með miklum trega. Að slík háttsemi sé höfð af stjórnsýslu er óskiljanlegt þegar horft er til laganna. Í hópnum “Aðför að heilsu kvenna” eru nú til frásagnir af því að konur fari til Danmerkur og Ungverjalands á eigin vegum til að sækja sér þessa þjónustu. Þar fá þær svör jafnvel á 10 dögum! Er þetta liður í af-einkavæðingu heilbrigðiskerfisins að þegnar þessa lands kaupi sér flugfar á tímum heimsfaraldurs til að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðrum löndum! Óvissan, ólgan og óttinn sem viðkemur þessu fyrirkomulagi skimana fyrir leghálskrabbameini er raunveruleg vá sem stafar að heilsu kvenna og á því ber einhver ábyrgð. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og stofnandi hópsins „Aðför að heilsu kvenna" Bylgja Thorlacius Guðjónsdóttir, nemi í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun