Hinn duldi faraldur María Rut Kristinsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:00 Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) María Rut Kristinsdóttir Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ekkert annað en faraldur. Ógeðslegur faraldur af mannavöldum sem hefur gríðarlegan eyðileggingarmátt. Ný bylgja skall á með krafti. Enn ein bylgjan. Ólíkt þeim heimsfaraldri sem við höfum verið að kljást við síðastliðið ár er ekkert bóluefni í boði, enginn settur í sóttkví, ekkert þríeyki. En í báðum tilvikum er „óvinurinn“ ósýnilegur. Eða svona hér um bil. Þolendur burðast yfirleitt einir með sína skömm. Ofbeldisfaraldurinn er kannski ekki jafn bersýnilegur þó svo að áhrifin séu alvarleg og raunar oft lífshættuleg. Langtímaafleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi eru þekktar. Að ná fullum bata er því miður ekki alltaf gerlegt. Þau sem verða fyrir ofbeldi lifa með því alla sína ævi. Ég þekki það á eigin skinni. Daglegir upplýsingafundir COVID-19 tölfræðin hefur oft verið sláandi. Og samhliða hefur ofbeldi því miður aukist. Það er hinn duldi faraldur. Segjum sem svo að ofbeldisfaraldurinn yrði tæklaður af jafn mikilli festu. Hvernig myndi tölfræðin líta út? Ef öll ofbeldistilvik í samfélaginu okkar yrðu skráð samviskusamlega niður, hvert og eitt og birt opinberlega á miðlægri síðu daglega? Hversu margir eru alvarlega veikir, líkamlega og andlega og fjöldi dauðsfalla skráð samviskusamlega niður. Myndi almenningur þá fyrst vakna og átta sig á alvarleika málsins? Viðbrögð stjórnvalda væru líklega afdráttarlaus. Ráðherra myndi stíga fram og segja að aðeins samheldni og engin meðvirkni gagnvart vánni geti sigrað meinið. Strangar takmarkanir yrðu settar á þangað til að tölur færu niður. Þríeyki ofbeldisvarna myndi halda daglega upplýsingafundi, koma fram af festu og leggja línur um ofbeldislaust samfélag. Þið þekkið þetta. Ég þori að fullyrða að þar myndi ófögur sjón blasa við. Ég er alls ekki að leggja það til. Ekki misskilja. En maður spyr sig hvort slíkt myndi varpa ljósi á alvarleika faraldursins og fleiri myndu láta sig málið varða. Staðreyndir málsins Konur hafa í áratugi barist fyrir tilverurétti sínum og öryggi sínu. Byltingar, bylgjur og baráttur. Konur hafa haldið á þessum bolta, skilað skömminni, öskrað, grátið og öskrað aðeins meira. Aftur og aftur. Hversu margar samfélagsmiðlaherferðir þurfa að verða til þess að eitthvað breytist varanlega? Karlmenn eru hægt og rólega að þora að grípa boltann og það er gott. Það mætti gerast hraðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem fólk axlar ábyrgð á gjörðum sínum. En ég vil enn frekar búa í samfélagi þar sem ofbeldi er ekki grasserandi samfélagsmein. Kynjahlutverk og ranghugmyndir um samskipti á milli kynja er svo annað. Öllu máli skiptir að vandinn sé uppi á borði. Fyrir allra augum. Þannig og aðeins þannig getum við ráðið niðurlögum þessa faraldurs. Og fyrir mína parta er það löngu tímabært. Hættum þessari meðvirkni takk og komum í veg fyrir að það þurfi enn eina bylgjuna. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun