Tvö samfélög Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:35 Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun