Tvö samfélög Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:35 Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun