Við tökum ábyrgð á losun okkar Jóna Bjarnadóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:01 Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun