Nú get ég Indriði Stefánsson skrifar 5. ágúst 2021 19:46 Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Píratar Indriði Stefánsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í æsku fékk ég stundum að „hjálpa“ pabba, stundum var verkefnið að nota tæki sem þurfti að setja í gang. Þá gat ég stýrt eða beitt tækinu undir virkri leiðsögn án þess að nokkur skaði yrði af og sagði gjarnan „nú get ég“ en um leið og eitthvað klikkaði þurfti ég hjálp til að komast aftur af stað. Treystum sóttvarnayfirvöldum Viðbrögð yfirvalda við Covid-19 hafa verið nokkuð sveiflukennd. Þegar farið er að ráðleggingum Þórólfs, Víðis og Ölmu gengur nokkuð vel. Þegar farið er á svig við þær ráðleggingar vill árangurinn standa á sér. Um allann heim er það reynslan þegar ákvarðanir eru teknar á öðrum forsendum en sóttvarna, leiðir það til þess að árangurinn verður nokkuð köflóttur, á Nýja Sjálandi hefur aðeins orðið ein alvöru Covid bylgja en hér eins og víða hafa þær orðið nokkrar. Samvinna frekar en pólitískar keilur Það þýðir þó ekki að ekki megi gagnrýna ráðstafanir sóttvarnaryfirvalda. Sóttvarnaryfirvöld eiga að leggja til þær aðgerðir sem þau telja virka best. Það er hlutverk annarra að komast að því hvað er gerlegt. Það er mun skilvirkara að það gerist í samráði en ekki eftir á í fjölmiðlum. Viðbrögð við ástandi eins og Covid-19 eiga ekki að vera pólitísk, þegar við blasir ástand sem hefur þetta mikil viðvarandi áhrif á líf landsmanna er það ekki tækifæri til að fella pólitískar keilur. Frekar ætti að fá alla að borðinu og allir flokkar ættu að vinna saman að lausn. Stjórnarandstaðan hefur ekki haft aðkomu að viðbrögðum við Covid, heldur hefur stjórnin haldið öllum spilum þétt að sér. Aðgerðum fylgir ábyrgð Þau bakslög sem komið hafa og sú fjölgun tilfella sem þeim fylgir hafa komið í kjölfar tilslakana sem oft hafa verið hraðari og meiri en sóttvarnaryfirvöld hafa lagt til. Í byrjun júlí var öllum takmörkunum aflétt og nú upplifum við þá mestu bylgju faraldursins sem við höfum tekist á við. Ríkisstjórnin fagnaði sigri of snemma og ætlaði að eigna sér árangurinn í sóttvörnum en við hljótum að gera væntingar um að fyrir vikið taki þau ábyrgð á því sem misferst. Þegar fólk í ábyrgðarstöðu segir “nú get ég” gerum við ráð fyrir að það geti bæði klárað verkefnið og taki ábyrgð á því takist það ekki. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar