Viðskipti erlent

Ri­hanna orðin milljarða­mæringur og þar með ríkasta tón­listar­kona í heimi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ríkidæmi Rihönnu er metið æá 1,7 milljarða Bandaríkjadala.
Ríkidæmi Rihönnu er metið æá 1,7 milljarða Bandaríkjadala. Getty/Gotham

Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes.

Um 1,4 milljarða af ríkidæmi Rihönnu, eða Robyn Fenty, má rekja til snyrtivörufyrirtækis hennar Fenty Beauty en hún á fimmtíu prósent eignarhlut í því. Restina af eignum hennar má rekja til annað hvort tekna frá tónlistar- eða leikferli hennar eða tískumerkis hennar Savage x Fenty, sem hún á helmingshlut í.

Snyrtivörumerkið hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því það kom á markað og hún hlotið lof fyrir að snyrtivörurnar séu hugsaðar fyrir alla, hvernig sem þeir líta út. Til að mynda er farði Fenty Beauty til í meira en fimmtíu litatónum.

Rihanna er nú metin önnur efnamesta konan í skemmtanabransanum í heiminum á eftir spjallþáttastjórnandanum Opruh.


Tengdar fréttir

Eminem biður Rihönnu afsökunar

Rapparinn Eminem hefur beðið söngkonuna Rihönnu afsökunar á því að hafa tekið afstöðu með fyrrverandi kærasta hennar, Chris Brown, í kjölfar heimilisofbeldis sem hann beitti hana. Afsökunarbeiðnin kemur í laginu Zeus þar sem hann segist ekki hafa ætlað að særa hana.

Rihanna stofnar nýtt tískuhús

Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×