Ríkidæmi Rihönnu er metið æá 1,7 milljarða Bandaríkjadala.Getty/Gotham
Eignir tónlistarkonunnar og frumkvöðulsins Rihönnu eru metnar á 1,7 milljarða Bandaríkjadala, eða um 212 milljarða íslenskra króna, sem gerir hana efnamestu tónlistarkonuna í heiminum. Tónlistin er þó ekki hennar helsta tekjulind samkvæmt tímaritinu Forbes.
Um 1,4 milljarða af ríkidæmi Rihönnu, eða Robyn Fenty, má rekja til snyrtivörufyrirtækis hennar Fenty Beauty en hún á fimmtíu prósent eignarhlut í því. Restina af eignum hennar má rekja til annað hvort tekna frá tónlistar- eða leikferli hennar eða tískumerkis hennar Savage x Fenty, sem hún á helmingshlut í.
Snyrtivörumerkið hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því það kom á markað og hún hlotið lof fyrir að snyrtivörurnar séu hugsaðar fyrir alla, hvernig sem þeir líta út. Til að mynda er farði Fenty Beauty til í meira en fimmtíu litatónum.
Rihanna er nú metin önnur efnamesta konan í skemmtanabransanum í heiminum á eftir spjallþáttastjórnandanum Opruh.
Rapparinn Eminem hefur beðið söngkonuna Rihönnu afsökunar á því að hafa tekið afstöðu með fyrrverandi kærasta hennar, Chris Brown, í kjölfar heimilisofbeldis sem hann beitti hana. Afsökunarbeiðnin kemur í laginu Zeus þar sem hann segist ekki hafa ætlað að særa hana.
Rihanna hefur gengið til liðs við frönsku gæðavöru samsteypuna Moët Hennessy Louis Vuitton (LVMH) og stofnar tískuhús í samstarfi við hana.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.