Ég þoli ekki kóríander Indriði Stefánsson skrifar 4. ágúst 2021 11:01 Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum. Eftir því sem ég kemst næst er óþol mitt fyrir kóríander genatengt, bragðlaukarnir mínir eru einfaldlega þannig gerðir að kóríander bragðast meira eins og sápa en nokkuð sem ætlað er til manneldis. Það er því fátt sem ég get gert nema að burðast með þetta óréttlæti út ævina. Fleiri en ég búa hins vegar við annað óréttlæti. Óréttlæti sem er ekki genatengt, þó svo að tregðan til að bæta úr því gefi tilefni til að halda annað. Kóríander kosninganna Það er mikilvægt að stjórnmálamenn skilji og virði afstöðu kjósenda. Sumir kjósendur skipta stjórnmálamenn þó meira máli en aðrir. Í því samhengi má benda á að í Norðvesturkjördæmi voru rúmlega 21 þúsund á kjörskrá í fyrra. Þessir 21 þúsund kjósendur eru í dag með 8 þingmenn á Alþingi. Í Hafnarfirði voru tæplega 21 þúsund manns á kjörskrá í fyrra, eða svipaður fjöldi og í Norðvestur. Þýðir það að Hafnfirðingar fái líka 8 þingmenn? Alls ekki. Hafnfirðingar deila sínum 13 fulltrúum með Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhreppi, þar sem um það bil 52 þúsund kjósendur til viðbótar búa. Munurinn er því sá að hver þingmaður í Norðvestur er með í kringum 2600 kjósendur á bak við sig en hver fulltrúi í Suðvestur þarf 5600. Hvers vegna er þetta svona? Kosningakerfið á Íslandi - með sínu innbyggða óréttlæti - er ennþá svona því það hentar ákveðnum flokkum vel, sérstaklega Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Flokkum sem ítrekað hafa verið í aðstöðu til þess að sýna að þeim þyki kjósendur skipta jafn miklu máli. Þeim gafst t.d. þrjú tækifæri á síðasta ári til að laga þetta, eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, rakti í grein á Vísi á dögunum. Þeir flokkar sem vilja breyta þessu geta það ekki og þeir sem geta það vilja það ekki. Á meðan skipti ég, rétt eins og tugir þúsunda annarra kjósenda, helmingi minna máli í augum íhaldsins. Á sama hátt og ég kæri mig ekki um að fá kóríander í matinn minn kæri ég mig ekki um að það þurfi þúsundir fleiri kjósenda til að ná alþingismanni í mínu kjördæmi og íhaldsamir flokkar fái meirihluta fulltrúa á grundvelli minnihluta atkvæða. Ólíkt kóríanderóþolinu mínu er hins vegar auðvelt að bæta úr kjördæmaóréttlætinu. Kjósum flokka sem vilja breytingar. Höfundur er tölvunarfræðingur og frambjóðandi á lista Pírata til Alþingiskosninga 2021.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun