Formúla 1

Nýr sigurvegari eftir dramatískt upphaf

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Esteban Ocon.
Esteban Ocon. vísir/Getty

Ungverski kappaksturinn í Formúla 1 í dag var æsispennandi og bráðfjörugur.

Lewis Hamilton og Max Verstappen heyja harða baráttu um heimsmeistaratitilinn en sá fyrrnefndi var á ráspól í dag.

Strax í fyrstu beygju dró til tíðinda þegar fimm ökuþórar luku keppni eftir árekstur sem kom til vegna glannalegs aksturs Valtteri Bottas, sem er liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes. Hafði áreksturinn til að mynda áhrif á framgöngu Verstappen sem náði þó að klára keppnina við illan leik og koma tíundi í mark.

Meðal þeirra sem þurfti að ljúka keppni var Charles LeClerc á Ferrari og var hann augljóslega ekki sáttur við málavexti.

Það var hins vegar Frakkinn Esteban Ocon sem stal senunni og vann sinn fyrsta sigur í Formúla 1. 

Sebastian Vettel varð annar og Lewis Hamilton þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×