Viðskipti innlent

Sam­fé­lagið hefur ekki efni á að 2020 endur­taki sig

Snorri Másson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Sigurjón

Íslenskt atvinnulíf kallar eftir trúverðugri langtímastefnu frá stjórnvöldum þegar tíðni alvarlegra veikinda á meðal bólusettra skýrist um miðjan næsta mánuð. Hvorki atvinnulífið né almenningur hafi efni á að hverfa aftur til ástands á borð við það sem ríkti hér á síðasta ári.

Kári Stefánsson talaði fyrir því í vikunni að ef alvarleg veikindi yrðu fátíð þrátt fyrir að smitbylgjan risi hátt, væri órökrétt að grípa til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kveðst taka heils hugar undir sjónarmið Kára. Halldór telur að aðgerðir sem stjórnvöld gripu til fyrir skemmstu hafi verið skynsamlegar, en að eðlilegt sé að fólk sé að spyrja sig hvert markmið aðgerðanna sé.

„13. ágúst þurfa stjórnvöld að koma fram með trúverðuga langtímastefnu í þessum málum og það er ekki bara íslenskt atvinnulíf sem kallar eftir því, heldur allur þorri manna hér á landi,“ segir Halldór Benjamín.

Misvel hafi gengið í atvinnulífinu, mikið bakslag hafi orðið í ákveðnum greinum en öðrum síður.

„Hins vegar liggur alveg fyrir að ef við förum aftur í það ástand sem við sáum hérna fyrir 12-18 mánuðum hefur samfélagið sem slíkt ekki efni á því, hvorki atvinnulíf né ríki eða sveitarfélög,“ segir Halldór.

Óháð þeirri bið sem nú stendur yfir, telur Kári Stefánsson að við megum engan tíma missa í bólusetningum.

Þegar hefur verið ákveðið að bæta við sprautu hjá þeim sem fengu Janssen en Kári vill einnig að ráðist verði í að bólusetja alveg þau 20% sem enn eru almennt óbólusett, að hugleitt verði alvarlega að bólusetja börnin og að bætt verði við þriðja skammti hjá eldra fólki sem fékk tvo skammta af Pfizer eða sambærilegu.

Halldór vill ekki leggja mat á þessi atriði að öðru leyti en að hvetja þá sem eiga það eftir til að þiggja bólusetningu.

„Það er allra hagur og ég hlýt að leggja ofurkapp á það,“ segir Halldór.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
3,85
27
195.390
MAREL
2,66
63
670.001
ORIGO
0,74
16
131.303
BRIM
0,68
6
3.656
LEQ
0,53
1
501

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,1
123
251.373
ICESEA
-2,56
11
44.079
EIM
-1,75
7
51.218
VIS
-1,39
4
80.898
REGINN
-1,35
3
47.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.