Sport

Gat nú fagnað ÓL-gullinu sem hún hélt að hún hefði unnið um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annemiek van Vleuten fagnar með Ólympíugullið sitt í nótt. Þetta voru hennar önnur verðlaun á leikunum.
Annemiek van Vleuten fagnar með Ólympíugullið sitt í nótt. Þetta voru hennar önnur verðlaun á leikunum. AP/Thibault Camus

Hollenska hjólreiðakonan Annemiek van Vleuten varð Ólympíumeistari í brautarkeppni hjólreiðanna í Tókýó í nótt. Hún vann þar sín fyrstu gullverðlaun á leikunum en var þó ekki að fagna sigri í fyrsta sinn á þessum Ólympíuleikum.

Van Vleuten kom í mark á 30 mínútum og 13,49 sekúndum og varð meira en 56 sekúndum á undan Marlen Reusser frá Sviss sem varð önnur. Hin hollenska Anna van der Breggen fékk bronsið.

Van Vleuten kláraði á undan nokkrum keppinautum sínum og þurfti því að fylgjast spennt með hvort þær gætu náð henni. Þegar á hólminn var kominn þá átti enginn möguleika í frábæran tíma hennar.

Hin 38 ára gamla Van Vleuten var að vinna sín önnur verðlaun á leikunum því hún fékk silfurverðlaun í götukeppni hjólreiðanna um helgina um helgina.

Þá gerði hún og teymi hennar mistök þegar þeir misstu töluna á keppendunum og áttuðu sig ekki á því að austurríska hjólreiðakonan Anna Kiesenhofer var á undan henni. Van Vleuten þótti sigurstrangleg fyrir keppnina en engin var að pæla í austurríska stærfræðidoktornum sem vann mjög óvænt.

Van Vleuten fagnaði því sigri þegar hún kom í mark áður en hún áttaði sig á því að hún hafi fengið silfrið. Nú gat hún aftur á móti fagnað Ólympíugullinu sem hún hélt fyrir mistök að hún hefði unnið um helgina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×