Handbolti

Afturelding fær túniskan landsliðsmann

Valur Páll Eiríksson skrifar
Aftureldingu hefur hlotist liðsstyrkur.
Aftureldingu hefur hlotist liðsstyrkur. Vísir

Aftureldingu hefur hlotist liðsstyrkur fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þeir sömdu við Túnisbúann Hamza Kablouti.

Handbolti.is greinir frá félagsskiptunum en Hablouti er rétthent skytta sem er 194 sentímetrar að hæð og 92 kíló. Hann er með franskt ríkisfang en hefur leikið á stórmótum með landsliði Túnis.

Hann kemur til Aftureldingar frá Ivry í Frakklandi en hann var leystur undan samningi hjá franska félaginu eftir að það féll úr efstu deild í vor. Tímabilið síðasta var hans eina með liðinu en hann lék áður með Pontault í næst efstu deild Frakklands frá 2018 til 2020.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.