Hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Jón Páll Haraldsson skrifar 22. júlí 2021 15:31 Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tökum sem dæmi hámarkshraða á Reykjanesbrautinni sem er 90 km. Mörgum finnst að hraðinn mætti vera 120 km og þá sérstaklega þar sem akreinar eru 2 X 2. Getur þá talist í lagi að keyra á 120 km hraða á Reykjanesbrautinni, þar sem svo margir eru sammála því að lög um hámarkshraða séu ekki rétt? Gæti það líka talist í lagi að ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherrar panti alltaf sérstaklega bílstjóra fyrir sig, sem þau vita að keyra Reykjanesbrautina alltaf á 120 km hraða, ef þau eru hluti þess hóps sem finnst að löglegi hraðinn ætti að vera 120 km? Hvað svo ef einhverjir lögreglustjórar, eða lögregluþjónar láta það vera að kæra þá sem keyra á 120 km hraða, þar sem þeim finnst líka að hámarkshraðinn ætti að vera 120 km? Nú er það alveg ljóst að um lögbrot er að ræða, þar sem lögum hefur ekki verið breytt, og hver er þá lögbrjóturinn? Bílstjórinn, sá sem kaupir sérstaklega þjónustu hans vegna þess að hann keyrir alltaf of hratt, lögreglustjórinn eða lögregluþjónarnir sem lýta fram hjá brotinu? Verður ekki 120 km hraði á Reykjanesbrautinni ekki alltaf lögbrot þar til Alþingi samþykkir ný lög um hámarkshraða? Nú hefur það verið umtalað í samfélaginu að fyrirtækið Santé ehf kt. 641114-1030, með VSK númerið 118625 hafi stundað ólöglega sölu á áfengi frá árinu 2015 til dagsins í dag. Ég hef t.d. séð tölvupóst frá 2015 þar sem Santé ehf er að bjóða vín til banka og ég hef einnig séð kvittun þar sem kemur fram að Santé ehf seldi vín til einstaklings í nóvember 2020. Ég hef líka heyrt að Santé ehf leiki þann leik að gefa út reikninga á einstaklinga og fyrirtæki sem hafa ekki endursöluleyfi áfengis og bakfæri síðan reikningana í sínu bókhaldi, en sendi ekki kredit reikning á viðkomandi fyrirtæki og síðan er gefinn út nýr reikningur á nokkur veitingahús sem Santé ehf er í samstarfi við. Ég vil taka sérstaklega fram að þótt einn veitingamaður hafi viðurkennt fyrir mér að hann leyfi Santé ehf að gera tilhæfulausa reikninga, þá hef ég ekki séð nein gögn sem staðfesta þennan orðróm um þess lags reikningsviðskipti. Nú er spurningin eins og með hámarkshraðann á Reykjanesbrautinni: Er það í lagi, ef satt er, að fyrirtækið Santé ehf selji áfengi ólöglega? Eingöngu vegna þess að svo margir eru sammála því að lögin ættu að leyfa frjálsa sölu á áfengi til allra. Hvað ef t.d. dómsmála- og fjármálaráðherra panta þjónustu frá Santé ehf, þar sem þau eru fylgjandi þess að hafa sölu á áfengi frjálsa? Er það þá líka í lagi að engin kæra berist (eða komist í gegn eins og orðrómur segir) þar sem einhverjir sem ráða, koma í veg fyrir kæru, því þau eru líka sammála að Santé ehf eigi að hafa frelsi til að selja áfengi til hvers sem er og jafnvel til þeirra líka? Hver er núna að fremja lögbrot ef sögur eru sannar? Er það fyrirtækið Santé ehf? Eru það þau sem panta þjónustuna frá Santé ehf? Eða þau sem ákveða að líta fram hjá brotinu? Einfaldlega vegna þess að þeim finnst persónulega þetta ekki vera brot. Er ekki sala á áfengi til almennings og fyrirtækja sem ekki hafa endursöluleyfi alltaf lögbrot? Er ekki svarið einfaldlega: að minnsta kosti þar til Alþingi breytir núverandi lögum eða samþykkir ný lög um áfengissölu á nákvæmlega sama hátt og það er ólöglegt að keyra á 120km hraða á Reykjanesbrautinni samkvæmt núgildandi umferðarlögum. Vissulega margar spurningar, en aðalatriðið er: hvenær gilda lög og þá fyrir hverja?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar