Formúla 1

Áttundi sigur Hamilton á Sil­ver­stone í rosa­legum kapp­akstri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikill fögnuður er Hamilton kom í mark.
Mikill fögnuður er Hamilton kom í mark. Mark Thompson/Getty Images

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstri helgarinnar. Hamilton var á heimavelli en keppni helgarinnar fór fram á Silverstone brautinni í Northamptonskíri.

Keppnin fór heldur betur af stað með krafti en Max Verstappen og Hamilton lenti saman í upphafi sem varð til þess að Verstappen datt úr leik. Þegar þetta er skrifað hefur hann verið fluttur á sjúkrahús til nánari skoðunar.

Fyrir þáttöku sína í atvikinu fékk Hamilton tíu sekúndna refsingu sem hann var allt annað en sáttur við en Hamilton náði forystusætinu af Charles Leclerc er þrír hringir voru eftir af keppninni. Hann sigldi svo sigrinum í hús. Magnaður.

Það var ljóst að þetta var þýðingarmikill sigur fyrir Hamilton sem fagnaði ansi vel er hann kom í mark og steig úr bílnum. Hann steytti hnefum og fagnaði vel.

Hamilton kann vel við sig á Silverstone brautinni en þetta var alls hans áttundi sigur á brautinni.

Leclerc var annar en í þriðja sætinu var Valtteri Bottas.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.