Golf

Oosthuizen leiðir fyrir lokahringinn á opna breska

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Louis Oosthuizen.
Louis Oosthuizen. vísir/Getty

Louis Oosthuizen leiðir fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer í Englandi um helgina.

Suður-Afríkumaðurinn lék á einu höggi undir pari á þriðja hringnum í dag og er því á samtals tólf höggum undir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður á morgun.

Hinn 24 ára gamli Collin Morikawa er í öðru sæti, einu höggi á eftir forystusauðnum en Jordan Spieth er þriðji, þremur höggum á eftir Oosthuizen.

Oosthuizen hefur verið í forystu frá því á fyrsta hring en hann gæti unnið opna meistaramótið í annað sinn á ferli sínum.

Bein útsending frá mótinu er á Stöð 2 Golf en útsendingartíma má finna hér. Mótinu lýkur á sunnudag.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×