Aphantasía Svavar Kjarrval skrifar 10. júlí 2021 07:30 Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þegar þú lokar augunum og reynir að kalla fram mynd af tré á hól með ávöxtum, hvað sérðu? En ef þú lest myndræna lýsingu í skáldsögu, sérðu fyrir þér myndrænt það sem er að gerast? Ef þú sérð ekkert eða lítið er líklegt að þú sért með Aphantasíu. Aphantasía er ástand sem lýsir sér þannig að viðkomandi getur ekki átt frumkvæði að því að kalla fram myndir í huganum eða þær eru í afar lágum gæðum miðað við raunveruleikann. Þótt ótrúlegt sé virðist þetta ekki eiga við um drauma. Rófið er allt frá því að sjá alls ekkert og upp í „raunheimagæði“, en mörk Aphantasíu liggja einhvers staðar þar á milli. Ef einhver myndi spila hugleiðsluband þar sem fólk væri beðið um að ímynda sér að það væri á ströndinni, þá myndi væntanlega meirihlutinn geta kallað fram myndir sem væru nálægt raunveruleikanum, á meðan einhver ímyndar sér útlínur, og svo væri þar einstaka hlustandi sem skilur ekkert í æfingunni þar sem allt er tómt/svart. Sjálfur tilheyri ég síðastnefnda hópnum. Ástæðan fyrir Aphantasíu er enn hulin enda eru rannsóknir á ástandinu eingöngu nýlega hafnar. Tíðnin er ekki komin á hreint en sjálfur hef ég séð snemmbærar ágiskanir um að 5% mannkyns séu með Aphantasíu. En ef þetta hlutfall er rétt, af hverju er umræðan ekki löngu hafin? Gróflega séð er ástæðan sú að við tölum ekki mikið um formið á innri hugsunum okkar. Hver og einn telur að það sem viðkomandi sér í ímyndunaraflinu sé hið venjulega og þarf því ekki að tala um það. Manneskja sem getur eingöngu kallað fram útlínur í huganum gæti haldið að allt annað fólk ímynda sér einnig hlutina með þeim hætti og manneskjan með „raunheimagæði“ telur að manneskjan sé að upplifa það sama. Það var ekki fyrr en einstaklingur einn fór í aðgerð og tilkynnti að hann hafði tapað myndræna ímyndunaraflinu sínu í kjölfarið sem boltinn fór að rúlla í vitundarvakningunni. Allt þetta vekur upp áframhaldandi pælingar um hvernig hver og einn hugsar hlutina. Hvert er svarið við dæminu 100+1? Er þetta eitthvað sem kemur allt í upp í þínum huga án neinnar sérstakrar úrvinnslu,? Ertu að ímynda þér að talan 1 hreyfi sig og ýti frá seinna núllinu? Eða gerist eitthvað annað þar á milli? Svo er spurning um hvort það sem veldur Aphantasíu hafi einnig áhrif á ímynduð hljóð, lykt og aðra skynjun sem hugurinn reynir að framkalla með ímyndunaraflinu, eða hvort það sé aðskilið Aphantasíu. Þetta allt er gjarnan eitthvað sem væri áhugavert að ræða opinberlega.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun