Sjúkdómar í sumarfríi Sigmar Guðmundsson skrifar 5. júlí 2021 07:00 Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Fíkn Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Tengdar fréttir Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02 Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég fór í hlaðvarpsviðtal á dögunum til Snæbjörns Ragnarssonar. Hann spurði mig meðal annars um hið margslungna fyrirbæri sem alkóhólismi er. Við ræddum það auðvitað fram og til baka, enda efnið mér hugleikið. Að loknu viðtalinu gekk ég út í sumarið sem var talsvert sólríkara þann daginn en þessa síðustu daga hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu seinna sá ég á einum vefmiðlinum að fleiri gengu út í sumarið þennan sama dag og þá reyndar án þess að vilja það. Árleg sumarlokun hjá SÁÁ vegna fjárskorts er ástæðan. Engin eftirmeðferð á Vík fyrir alkóhólista í boði í sex vikur. Framkvæmdastjórinn bendir á hið augljósa. Það er ekki alveg nógu tillitssamt af okkur að vera með sjúkdóm á Íslandi á sumrin. Nú vil ég ekki hljóma of dramatískur en það er staðreynd að sumir sjúkdómar geta verið banvænir. Alkóhólismi er einn þeirra. Hann er líka óvenju erfiður viðureignar því sjúklingurinn, sem er iðulega í afneitun, er ekki alltaf tilbúinn til að fara inn á Vog og síðan í eftirmeðferð á Vík. Oft þarf að beita fortölum og stundum dugir það ekki til. Það skiptir því öllu máli fyrir þann veika að úrræðið sé í boði þegar hann er fús til að fara í meðferð. Sá fúsleiki fer ekki eftir möndulsnúningi jarðar og árstíðaskiptum, þótt það sé skilningur þeirra sem stýra fjárflæðinu í heilbrigðiskerfinu. Þessi sumarlokun getur hreinlega verið upp á líf og dauða. Fyrir nú utan að réttlætissrök hljóta að segja okkur að fárveikur alki, sem leggst inn á Vog í byrjun sumars, á sama rétt á eftirmeðferð á Vík og sá sem leggst inn í október. Höfum í huga að þessi sumarlokun á Vík hefur áhrif á sama sjúklingahóp og húkir á biðlistum eftir að komast á Vog. Á biðlistanum voru um 500 manns fyrir tæpu ári, svo dæmi sé tekið. Á árunum 2018 og 2019 lést 21 einstaklingur sem biðu eftir innlögn á Vog. Þessi tvö orð, sumarlokun og biðlisti, eru því afar merkingarþrungin hjá aðstandendum veiks fólks. Þessu fylgir kvíði, ótti, hræðsla og angist. Þetta er nefnilega lífsnauðsynleg þjónusta en ekki sumarlokun hjá blómabúð eða bið eftir nýjum litaprufum í Húsasmiðjunni. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu eru birtingarmynd ákvarðana sem teknar hafa verið eða ákvarðanaleysis. Þeir birtast ekki allt í einu af himnum ofan eða brjótast fyrirvaralaust upp úr iðrum jarðar eins og eldgos. Biðlistar eru mannanna verk og á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Á þeim er fólk af holdi og blóði sem þjáist. Nokkur nýleg dæmi: „Biðlisti eftir átröskunarmeðferð sjöfaldaðist á fjórum árum“, „480 á biðlista eftir meðferð“ „1.193 börn á biðlista eftir sálfræðiþjónustu“ „Sjúkraþjálfarar stressaðir yfir löngum biðlistum“ „Nú bíða 1.218 eftir liðskiptum“ „900 börn á biðlista og allt að þriggja ára bið“ (hjá talmeinafræðingum). Þetta er auðvitað ekki í lagi. Það sér hver maður. Kerfið okkar á ekki að vera þannig að allt afbragðsfólkið sem þar starfar sé ósátt og að notendurnir þurfi að bíða mánuðum saman eftir nauðsynlegri og stundum lífsnauðsynlegri þjónustu. Við eigum að hafa metnað til þess gera betur. Höfundur skipar 2.sætið á lista Viðreisnar í suðvesturkjördæmi.
Sigmar tengir drykkjuna við áföll í æsku Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. 1. júlí 2021 11:02
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar