Ronaldo trónir á toppi peningalista Instagram Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 15:40 Ronaldo fagnaði tíðindunum um listann eflaust eins og hann fagnar mörkum sínum. AP Photo/Darko Bandic Knattspyrnukappinn Christiano Ronaldo getur rukkað mest allra í heiminum fyrir kostaða Instagram-færslu. Samkvæmt greiningu HopperHQ getur hann krafist allt að 1,6 milljón bandaríkjadala fyrir hverja færslu. Markaðsfyrirtækið HopperHQ tekur saman lista yfir þá tíu sem þéna mest á Instagram á hverju ári. Í ár hreppti Ronaldo toppsætið í fyrsta skiptið. Þá er hann fyrsti íþróttamaðurinn til að toppa listann í fimm ára sögu hans. „Með byrjun EM 2020 og nokkrum umdeildum markaðsbrellum hefur sýnileiki Ronaldos á samfélagsmiðlum margfaldast. Fyrir viku síðan staðfesti hann stöðu sína sem konungur Instagram þegar hann varð sá sem flesta fylgjendur hefur á miðlinum,“ segir Mike Bandar, einn stofnenda HopperHQ. Einungis einn annar íþróttamaður á sæti á listanum en það er erkióvinur Ronaldos, Lionel Messi. Heildartekjur þeirra sem ná sæti á listanum í ár eru umtalsvert hærri en þær voru í fyrra. Sérfræðingar í Instagram-fræðum telja að heimsfaraldur Covid-19 hafi haft góð áhrif á afkomu samfélagsmiðlastjarna. „Á meðan Covid-19 heldur áfram að hafa áhrif á líf okkar allra virðist Instagram vera einn af þeim fáu stöðum sem hafa ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum faraldursins,“ segir Mike Bandar. Þá segir hann einnig að aukning tekna af Instagram milli ára hafi ekki komið á óvart enda hafi notkun miðilsins aldrei verið meiri. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: 1. Cristiano Ronaldo 2. Dwayne Johnson 3. Ariana Grande 4. Kylie Jenner 5. Selena Gomez 6. Kim Kardashian 7. Lionel Messi 8. Beyoncé Knowles 9. Justin Bieber 10. Kendall Jenner Fótbolti Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Markaðsfyrirtækið HopperHQ tekur saman lista yfir þá tíu sem þéna mest á Instagram á hverju ári. Í ár hreppti Ronaldo toppsætið í fyrsta skiptið. Þá er hann fyrsti íþróttamaðurinn til að toppa listann í fimm ára sögu hans. „Með byrjun EM 2020 og nokkrum umdeildum markaðsbrellum hefur sýnileiki Ronaldos á samfélagsmiðlum margfaldast. Fyrir viku síðan staðfesti hann stöðu sína sem konungur Instagram þegar hann varð sá sem flesta fylgjendur hefur á miðlinum,“ segir Mike Bandar, einn stofnenda HopperHQ. Einungis einn annar íþróttamaður á sæti á listanum en það er erkióvinur Ronaldos, Lionel Messi. Heildartekjur þeirra sem ná sæti á listanum í ár eru umtalsvert hærri en þær voru í fyrra. Sérfræðingar í Instagram-fræðum telja að heimsfaraldur Covid-19 hafi haft góð áhrif á afkomu samfélagsmiðlastjarna. „Á meðan Covid-19 heldur áfram að hafa áhrif á líf okkar allra virðist Instagram vera einn af þeim fáu stöðum sem hafa ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum faraldursins,“ segir Mike Bandar. Þá segir hann einnig að aukning tekna af Instagram milli ára hafi ekki komið á óvart enda hafi notkun miðilsins aldrei verið meiri. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: 1. Cristiano Ronaldo 2. Dwayne Johnson 3. Ariana Grande 4. Kylie Jenner 5. Selena Gomez 6. Kim Kardashian 7. Lionel Messi 8. Beyoncé Knowles 9. Justin Bieber 10. Kendall Jenner
Fótbolti Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira