Ronaldo trónir á toppi peningalista Instagram Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 15:40 Ronaldo fagnaði tíðindunum um listann eflaust eins og hann fagnar mörkum sínum. AP Photo/Darko Bandic Knattspyrnukappinn Christiano Ronaldo getur rukkað mest allra í heiminum fyrir kostaða Instagram-færslu. Samkvæmt greiningu HopperHQ getur hann krafist allt að 1,6 milljón bandaríkjadala fyrir hverja færslu. Markaðsfyrirtækið HopperHQ tekur saman lista yfir þá tíu sem þéna mest á Instagram á hverju ári. Í ár hreppti Ronaldo toppsætið í fyrsta skiptið. Þá er hann fyrsti íþróttamaðurinn til að toppa listann í fimm ára sögu hans. „Með byrjun EM 2020 og nokkrum umdeildum markaðsbrellum hefur sýnileiki Ronaldos á samfélagsmiðlum margfaldast. Fyrir viku síðan staðfesti hann stöðu sína sem konungur Instagram þegar hann varð sá sem flesta fylgjendur hefur á miðlinum,“ segir Mike Bandar, einn stofnenda HopperHQ. Einungis einn annar íþróttamaður á sæti á listanum en það er erkióvinur Ronaldos, Lionel Messi. Heildartekjur þeirra sem ná sæti á listanum í ár eru umtalsvert hærri en þær voru í fyrra. Sérfræðingar í Instagram-fræðum telja að heimsfaraldur Covid-19 hafi haft góð áhrif á afkomu samfélagsmiðlastjarna. „Á meðan Covid-19 heldur áfram að hafa áhrif á líf okkar allra virðist Instagram vera einn af þeim fáu stöðum sem hafa ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum faraldursins,“ segir Mike Bandar. Þá segir hann einnig að aukning tekna af Instagram milli ára hafi ekki komið á óvart enda hafi notkun miðilsins aldrei verið meiri. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: 1. Cristiano Ronaldo 2. Dwayne Johnson 3. Ariana Grande 4. Kylie Jenner 5. Selena Gomez 6. Kim Kardashian 7. Lionel Messi 8. Beyoncé Knowles 9. Justin Bieber 10. Kendall Jenner Fótbolti Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Markaðsfyrirtækið HopperHQ tekur saman lista yfir þá tíu sem þéna mest á Instagram á hverju ári. Í ár hreppti Ronaldo toppsætið í fyrsta skiptið. Þá er hann fyrsti íþróttamaðurinn til að toppa listann í fimm ára sögu hans. „Með byrjun EM 2020 og nokkrum umdeildum markaðsbrellum hefur sýnileiki Ronaldos á samfélagsmiðlum margfaldast. Fyrir viku síðan staðfesti hann stöðu sína sem konungur Instagram þegar hann varð sá sem flesta fylgjendur hefur á miðlinum,“ segir Mike Bandar, einn stofnenda HopperHQ. Einungis einn annar íþróttamaður á sæti á listanum en það er erkióvinur Ronaldos, Lionel Messi. Heildartekjur þeirra sem ná sæti á listanum í ár eru umtalsvert hærri en þær voru í fyrra. Sérfræðingar í Instagram-fræðum telja að heimsfaraldur Covid-19 hafi haft góð áhrif á afkomu samfélagsmiðlastjarna. „Á meðan Covid-19 heldur áfram að hafa áhrif á líf okkar allra virðist Instagram vera einn af þeim fáu stöðum sem hafa ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum faraldursins,“ segir Mike Bandar. Þá segir hann einnig að aukning tekna af Instagram milli ára hafi ekki komið á óvart enda hafi notkun miðilsins aldrei verið meiri. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: 1. Cristiano Ronaldo 2. Dwayne Johnson 3. Ariana Grande 4. Kylie Jenner 5. Selena Gomez 6. Kim Kardashian 7. Lionel Messi 8. Beyoncé Knowles 9. Justin Bieber 10. Kendall Jenner
Fótbolti Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira