Ronaldo trónir á toppi peningalista Instagram Árni Sæberg skrifar 30. júní 2021 15:40 Ronaldo fagnaði tíðindunum um listann eflaust eins og hann fagnar mörkum sínum. AP Photo/Darko Bandic Knattspyrnukappinn Christiano Ronaldo getur rukkað mest allra í heiminum fyrir kostaða Instagram-færslu. Samkvæmt greiningu HopperHQ getur hann krafist allt að 1,6 milljón bandaríkjadala fyrir hverja færslu. Markaðsfyrirtækið HopperHQ tekur saman lista yfir þá tíu sem þéna mest á Instagram á hverju ári. Í ár hreppti Ronaldo toppsætið í fyrsta skiptið. Þá er hann fyrsti íþróttamaðurinn til að toppa listann í fimm ára sögu hans. „Með byrjun EM 2020 og nokkrum umdeildum markaðsbrellum hefur sýnileiki Ronaldos á samfélagsmiðlum margfaldast. Fyrir viku síðan staðfesti hann stöðu sína sem konungur Instagram þegar hann varð sá sem flesta fylgjendur hefur á miðlinum,“ segir Mike Bandar, einn stofnenda HopperHQ. Einungis einn annar íþróttamaður á sæti á listanum en það er erkióvinur Ronaldos, Lionel Messi. Heildartekjur þeirra sem ná sæti á listanum í ár eru umtalsvert hærri en þær voru í fyrra. Sérfræðingar í Instagram-fræðum telja að heimsfaraldur Covid-19 hafi haft góð áhrif á afkomu samfélagsmiðlastjarna. „Á meðan Covid-19 heldur áfram að hafa áhrif á líf okkar allra virðist Instagram vera einn af þeim fáu stöðum sem hafa ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum faraldursins,“ segir Mike Bandar. Þá segir hann einnig að aukning tekna af Instagram milli ára hafi ekki komið á óvart enda hafi notkun miðilsins aldrei verið meiri. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: 1. Cristiano Ronaldo 2. Dwayne Johnson 3. Ariana Grande 4. Kylie Jenner 5. Selena Gomez 6. Kim Kardashian 7. Lionel Messi 8. Beyoncé Knowles 9. Justin Bieber 10. Kendall Jenner Fótbolti Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Markaðsfyrirtækið HopperHQ tekur saman lista yfir þá tíu sem þéna mest á Instagram á hverju ári. Í ár hreppti Ronaldo toppsætið í fyrsta skiptið. Þá er hann fyrsti íþróttamaðurinn til að toppa listann í fimm ára sögu hans. „Með byrjun EM 2020 og nokkrum umdeildum markaðsbrellum hefur sýnileiki Ronaldos á samfélagsmiðlum margfaldast. Fyrir viku síðan staðfesti hann stöðu sína sem konungur Instagram þegar hann varð sá sem flesta fylgjendur hefur á miðlinum,“ segir Mike Bandar, einn stofnenda HopperHQ. Einungis einn annar íþróttamaður á sæti á listanum en það er erkióvinur Ronaldos, Lionel Messi. Heildartekjur þeirra sem ná sæti á listanum í ár eru umtalsvert hærri en þær voru í fyrra. Sérfræðingar í Instagram-fræðum telja að heimsfaraldur Covid-19 hafi haft góð áhrif á afkomu samfélagsmiðlastjarna. „Á meðan Covid-19 heldur áfram að hafa áhrif á líf okkar allra virðist Instagram vera einn af þeim fáu stöðum sem hafa ekki orðið fyrir neikvæðum áhrifum faraldursins,“ segir Mike Bandar. Þá segir hann einnig að aukning tekna af Instagram milli ára hafi ekki komið á óvart enda hafi notkun miðilsins aldrei verið meiri. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan: 1. Cristiano Ronaldo 2. Dwayne Johnson 3. Ariana Grande 4. Kylie Jenner 5. Selena Gomez 6. Kim Kardashian 7. Lionel Messi 8. Beyoncé Knowles 9. Justin Bieber 10. Kendall Jenner
Fótbolti Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira