Pétri svarað Daði Már Kristófersson skrifar 28. júní 2021 12:01 Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Pétur Pálsson skrifar aðra grein hér á Vísi þar sem hann gerir athugasemdir við greinar mínar um veiðigjöld (hér og hér). Glögglega sést á skrifum okkar Péturs að við eru ekki sammála um hvort opinber skráning á verði fisks sé rétt eða ekki. Í fyrri grein minni lýsi ég minni nálgun. Hann lýsir þeirri sem notuð er hér. Ég læt lesendum eftir að dæma hvor leiðin þeim þykir betur endurspegla verðmæti fisks. Hinn punkturinn snýr að því hvort gjaldtaka með sölu á hluta kvótans sé skynsamleg leið til þess að innheimta veiðigjald. Ljóst er að miklu máli skiptir hvernig að slíku er staðið. Arðbær sjávarútvegur krefst fyrirsjáanleika. Sala á kvóta þyrfti því að vera til langs tíma ef ekki ætti að skerða hvata til fjárfestinga í greininni. Reynsla Færeyinga er þar t.d. víti til varnaðar. Þar var fyrst og fremst selt til árs í senn. Viðreisn hefur á hinn bóginn stutt hugmyndir að nýtingarsamningum til lengri tíma, þar sem einingis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Nýtingarsamningar þessir yrðu einkaréttarlegs eðlis, og þar með varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Ég hnýt um eitt atriði í röksemdafærslu Péturs. Hann segir: „Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig.“ Hvernig má það vera að sala ríkisins á aflahlutdeild setji alla útgerð í uppnám? Hafa ekki útgerðaraðilar verið að selja hverjir öðrum aflahlutdeild undanfarin 30 ár? Hvað er svona eitrað við að kaupa af ríkinu? Ríkið selur alskyns eignir daglega. Er það almenn reynsla þeirra sem kaupa þær eignir að þeir séu hlunnfarnir eða að kaupin séu ósanngjörn? Ég þakka síðan Pétri fyrir boðið í kaffi. Það á ég eftir að þiggja. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar