Enn um rangar forsendur Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 27. júní 2021 20:46 Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00 Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55 Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26 Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00
Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55
Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar