Sam Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júní 2021 18:03 Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar