Handbolti

Viktor Gísli valinn besti ungi markmaður heims

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli gerir sig stórann í marki íslenska karlalandsliðsins í handbolta.
Viktor Gísli gerir sig stórann í marki íslenska karlalandsliðsins í handbolta. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL

Viktor Gísli Hallgrímsson var á dögunum kjörinn besti ungi markmaður heims í kjöri sem vefmiðillinn handball-planet stóð fyrir. Alls bárust yfir 31.000 atkvæði.

Viktor Gísli leikur með GOG í dönsku úrvalsdeildinni og íslenska landsliðinu, en leikmenn þurftu að vera fæddir árið 1999 eða seinna til að eiga kost á þessum titli.

Tilnefndir vour fjórir leikmenn í hverja stöðu, en auk Viktors Gísla stóð valið á milli Miljan Vujovoc hjá Celje Lasko í Slóveníu, Abdelrahman Mohamed sem leikur með Wisla Plock í Póllandiog David Spath markvarðar Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.

Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður SC Magdeburg og íslenska landsliðsins var einn af þeim sem var tilnefndur í stöðu miðjumanns. Gísli Þorgeir lenti í þriðja sæti í kjörinu.

Auk þess að velja besta unga leikmann hverrar stöðu fyrir sig var valinn sá ungi leikmaður sem þótti skara hvað mest fram úr af þeim öllum. Þar var það Daninn Mathias Gidsel sem hreppti bar sigur úr bítum.

Úrvalslið ungra handknattleiksmanna:

Markvörður: Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG/Íslandi.

Vinstra horn: Dylan Nahi, PSG/Frakklandi. 

Vinstri skytta: Sergei Kosorotov, Chekhovskie Medvedi/Rússlandi.

Miðjumaður: Domen Makuc, Barcelona/Slóveníu. 

Hægri skytta: Mathias Gidsel, GOG/Danmörku.

Hægra horn: Valther Chrintz, Füchse Berlin/Svíþjóð. 

Línumaður: Miklos Rosta, MOL-PICK Szeged/Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×