„Einhliða ákvörðun mín og snýst bara um tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 10:58 Darri Freyr Atlason stýrði KR til sigurs gegn Val í æsispennandi einvígi í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins en í undanúrslitunum tapaði KR 3-0 gegn Keflavík. vísir/Hulda Margrét „Ég er búinn að segja upp sem aðalþjálfari liðsins vegna anna annars staðar,“ segir Darri Freyr Atlason sem er hættur sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Hann býður þó áfram fram starfskrafta sína í Vesturbænum. Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR. Dominos-deild karla KR Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Darri tók við KR í fyrra eftir að hafa verið sigursæll sem þjálfari kvennaliðs Vals. Hann hefur hins vegar í nógu að snúast við að stýra viðskiptaþróun hjá Lucinity, sem er nýsköpunarfyrirtæki í fjártækni, og ákvað því að stíga til hliðar nú. „Það er bara erfitt að „djöggla“ þessum boltum saman. Ég hef bara ekki tíma til að sinna þessu starfi eins vel og ég vil gera það. Þetta er allt saman gert í góðu samstarfi við félagið og það er gott á milli okkar. Ég sé alveg fyrir mér að hjálpa liðinu áfram sé einhver eftirspurn eftir því,“ segir Darri. Samkvæmt heimildum karfan.is gæti Helgi Már Magnússon orðið næsti aðalþjálfari KR. Darri gæti þá hugsanlega orðið honum til aðstoðar. Nýr þjálfari ráði því hvort Darri hjálpi KR Darri segir sjálfur að nýr þjálfari verði að ráða því hvort að hann komi að einhverju leyti að þjálfun KR á næstu leiktíð. Hann hefur ekki rætt það frekar við Böðvar Guðjónsson, formann körfuknattleiksdeildar KR, en Vísir hefur ekki náð tali af Böðvari í dag. „Við höfum ekkert farið út í nákvæmar útlistingar varðandi þetta. Það er mikilvægt að sá sem að tekur við liðinu máli sína mynd upp sjálfur og ákveði hvort hann vilji nýta mína krafta eða einhverra annarra. Ég er bara KR-ingur og vil vera til staðar að því marki sem þeir hafa áhuga á, og innan þeirra marka sem ég hef tækifæri til,“ segir Darri. Aldrei ánægðir með árangur sem skilar ekki titli Eftir að hafa unnið sex síðustu Íslandsmeistaratitla sem í boði voru þá mistókst KR að landa titlinum í ár, eftir að liðinu var sópað út af Keflavík í undanúrslitum. Darri segir að sú niðurstaða ráði engu um það að hann hætti núna, og að sér hafi staðið til boða að halda áfram: „Já, ég var með tveggja ára samning og þetta var í sjálfu sér einhliða ákvörðun mín, og snýst bara um tíma. Samstarfið var frábært og að mínu viti eru báðir aðilar mjög sáttir. KR-ingar eru aldrei ánægðir með árangur sem að endar ekki á titli en þegar maður jafnar sig á því, og fer að hugsa um framþróun og breytingar inni í klúbbnum, þá held ég að við getum alveg horft þannig á málin að jarðvegurinn til árangurs á næstu árum sé ágætur,“ segir Darri sem hyggst taka sér frí frá körfubolta næsta vetur verði krafta hans ekki óskað hjá KR.
Dominos-deild karla KR Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira