Sést til sólar? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 25. júní 2021 11:00 Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar