Sést til sólar? Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 25. júní 2021 11:00 Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Efnahagsmál Viðreisn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil þegar efnahagsmálin eru annars vegar. Afkoma þjóðarinnar er háð sveiflum sem við ráðum ekki við og áföll setja stórt strik í reikninginn. Þegar heimsfaraldurinn gerði fyrst vart við sig varð strax ljóst að Íslendingar tækju stærri skell en margar aðrar þjóðir. Við erum eyland sem er háð milliríkjaflutningum með mat og aðrar nauðsynjar. Ferðaþjónustan, sem lagðist að mestu af, er að auki stærri hluti af landsframleiðslu okkar en flestra annarra. Því var fyrirséð að tekjur okkar myndu dragast meira saman og atvinnuleysið yrði meira hér en í samanburðarlöndum. Neikvæð spá Þess vegna hefði þurft að bregðast skjótt við. Raunin varð þó önnur. Evrópusambandið, sem gjarnan hefur verið sakað um að vera svifaseint og þrungið skriffinnsku, kynnti fyrstu aðgerðir sínar á undan íslensku ríkisstjórninni. Og aðgerðir ríkisstjórnarinnar voru ekki markvissar í fyrstu. OECD spáir því núna að Ísland verði síðast Vesturlanda til að ná fyrri efnahagsstyrk eftir áfallið. Þetta er grafalvarleg staða. Enn fremur er því spáð að 2026 verði atvinnuleysi á Íslandi enn 4-5%. Það er tvöfalt meira en við eigum að venjast. Að baki þeim tölum eru þúsundir einstaklinga og fjölskyldna með skertar tekjur og önnur vandamál sem þekkt er að fylgja langvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysinu fylgir líka að afkoma þjóðarinnar verður til langs tíma lægri en hún yrði annars. Sterkur efnahagur Afkoma þjóðarinnar, framleiðsla og tekjur fólksins í landinu, skiptir máli því hún hefur bein áhrif á svigrúm ríkisins til að halda uppi velferðarkerfinu og annarri grunnþjónustu. Ríkið þarf að byggja velferð okkar á tryggum stoðum en ekki fyrirheitum og lánum sem næstu kynslóðir munu þurfa að greiða. Ríkið þarf líka að búa að frjóum jarðvegi sem styður við atvinnusköpun, sérstaklega á einkamarkaði, ef við ætlum að eiga möguleika á því að viðhalda lífsgæðum okkar til framtíðar. Staðreyndin er sú að fyrir heimsfaraldurinn voru þegar kominn upp varúðarmerki með falli flugfélags, samdrætti í útflutningi, loðnubresti og stórauknu atvinnuleysi. Þingmenn Viðreisnar bentu á að þegar þjóðin er á toppi hagsveiflunnar þurfi ríkisstjórnin að halda að sér höndum í útgjöldum. Á það hlustaði hún ekki. Þvert á móti jók ríkisstjórnin opinber útgjöld í nær öllum málaflokkum. Þegar undan fer að halla, líkt og raunin varð í lok árs 2019 þarf síðan að spýta í lófana, auka við arðbæra fjárfestingu, draga úr gjöldum á fyrirtæki og lækka skatta. Það gerði ríkisstjórnin heldur ekki. Ef það hefði verið gert hefði íslenska ríkið verið betur í stakk búið til að takast á við áföllin sem síðar riðu yfir. Hvernig viðrar? Svarið við spurningunni í fyrirsögn er „Já, það sést til sólar en það er enn þungskýjað“. Þess vegna er mikilvægt að í kosningunum í september skili kjósendur flokkum til valda sem standa fyrir ábyrgri efnahagsstjórn. Viðreisn er sá flokkur. Sagan sýnir að þingmenn Viðreisnar, bæði í ríkisstjórn 2016-2017 og í stjórnarandstöðu á yfirstandandi kjörtímabili, eru tilbúnir til þess að leita raunhæfra og ábyrgra lausna í efnahagsmálum. Þau hafa talað af þekkingu og ekki fallið í þá gryfju að leggja fram hástemmd loforð sem ekki er hægt að standa við. Ekki skemmir að Viðreisn er skipuð fjölbreyttum hópi fólks sem er tilbúið til að leggja sig allt fram við að skapa hér frjálslynt og opið samfélag, þar sem allir landsmenn fá tækifæri til að blómstra á eigin forsendum. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun