Körfubolti

„Þórsarar ráða bara mjög illa við hann“

Atli Arason skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Keflavík eiga enn möguleika á að verða Íslandsmeistarar.
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Keflavík eiga enn möguleika á að verða Íslandsmeistarar. vísir/Hulda Margrét

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld.

„Ég er sáttur við liðið. Effort-ið hjá liðnu var frábært í 40 mínútur sem var eitthvað sem við stefndum að og stóðum við,“ sagði Hörður Axel í viðtali við Vísi eftir leik.

„Við ætluðum að koma með orku inn frá byrjun. Það er eitthvað sem við höfum ekki gert í fyrstu tveimur leikjunum þar sem við fáum alltaf högg í fyrri hálfleik en svo kemur orkan í seinni hálfleik. Við þurftum að setja tóninn strax í upphafi og ég held að við höfum bara gert vel í því.“

Calvin Burks endaði leikinn stigahæstur allra og var hann heilt yfir flottur í kvöld. Með 26 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar.

„Hann er frábær leikmaður. Það er mest megins búið að vera að tala hann niður í vetur. Kannski er það vegna þess að við erum með fullt af vopnum sóknarlega. Svo er þetta bara þannig að á móti hvaða liði sem er þá finnum við eitthvað mismatch sem þeir eiga eftir að ráða illa við og Þórsarar ráða bara mjög illa við hann,“ svaraði Hörður Axel aðspurður út í leik CJ í kvöld.

Keflavík sótti líflínu í einvíginu með sigrinum í kvöld. Hörður Axel er þó ekki farinn að hugsa um þann stóra strax.

„Við erum bara að einbeita okkur að föstudeginum. Við keyptum okkur einn leik í viðbót í dag með því að vinna hérna. Við förum til Þorlákshafnar á föstudaginn með kassann úti og hausinn uppi. Vonandi gerum við bara meira af því sama og við gerðum í dag með orku. Við þurfum rífa fólkið okkar með okkur, rífa hvorn annan í gang og peppa hvorn annan upp,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.