Jú, auðvitað á að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Bjarki Eiríksson skrifar 21. júní 2021 12:31 Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Bjarki Eiríksson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þann 19. júní síðastliðinn skrifar Þórarinn Hjartarson grein sem ber nafnið Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu þar sem hann fullyrðir m.a. að stjórnmálamenn nýti sér vanlíðan ungs fólks með ,,fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig standa á við loforðin.” Hafa ber í huga við athugun þessarar fullyrðingar að í júní 2020 samþykkti Alþingi, í þverpólitískri sátt allra flokka, frumvarp Viðreisnar sem kveður á um niðurgreiðslu sálfræðikostnaðar og leiddi þar með í lög að þessi lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónusta ætti að vera niðurgreidd til jafns við aðra nauðsynlega heilbrigðisþjónustu svo að þeir sem á henni þurfa að halda eigi auðveldara að sækja sér hjálp, án þess að það höggvi skarð í heimilisbókhaldið. Það að almenningi sé tryggt opnara aðgengi að sálfræðiþjónustu með greiðsluþátttöku hins opinbera þýðir ekki að eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu muni stóraukast. Sömu rökum var beitt þegar til stóð að niðurgreiða kostnað við sjúkraþjálfun án þess þó að þær dómsdagsspár rættust. Hins vegar dróst nýgengi örorku vegna stoðkerfisvanda saman við það að greiða niður þessa heilbrigðisþjónustu. Þórarinn minnist einnig á að ,,Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það.” Það er hárrétt að sé ekki sett þak á greiðsluþátttöku gætu lögin reynst samfélaginu bjarnargreiði. Með frumvarpinu er ekki kveðið á um niðurgreiðslu að fullu eða ótakmarkað. Það eru settar ákveðnar girðingar um það. Ráðherra skal setja reglugerð sem kveður á um það hvert hámark yrði og hve hátt hlutfall yrði niðurgreitt. Það er alveg á tæru. Annars leikur mér forvitni á að vita hverjir það eru sem Þórarni finnst þurfa nauðsynlega á sálfræðiþjónusu að halda. Við erum öll sammála um að þegar við veikjumst eða finnum fyrir verkjum lengur en okkur þykir eðlilegt þá leitum við til læknis, og fáum við tannpínu hittum við tannlækni. Þegar við finnum ekki fyrir verkjum, veikindum eða tannpínu þá erum við ekki að hitta sérfræðinga að óþörfu og hvers vegna ætti það að vera öðruvísi þegar kemur að sálfræðiþjónustu? Ég er reyndar þeirrar skoðunar að við þurfum að gefa andlegri líðan okkar og heilsu meiri gaum. Ég fer með bílinn minn reglulega í olíuskipti og yfirferð til að koma í veg fyrir að ákveðnir hlutir geti skemmt hann eða orðið til þess að bíllinn minn bili, ég fer ekki bara með hann á verkstæði eingöngu þegar vélin er úrbrædd. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega til að halda skrokknum mínum heilbrigðum til að fyrirbyggja að þegar hann bregðist mér eftir því sem árunum fjölgar. Forvirkar aðgerðir virka og geta sparað ríkinu gríðarlega fjármuni til lengri tíma. Meirihluti örorkubóta eru greiddar út vegna andlegrar örorku. Það er raunveruleikinn og með auknu aðgengi að samtalsmeðferðum getum við sem samfélag reynt að snúa við blaðinu og fjárfest í geðheilbrigði almennings. Það er nefnilega ódýrara bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið allt að fyrirbyggja heilsubrest, hvort sem hann er af líkamlegum eða andlegum toga. Höfundur skipar 9. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar