Handbolti

Ég hef orðið Íslandsmeistari með öllum liðum sem ég hef spilað fyrir

Andri Már Eggertsson skrifar
Róbert Aron skorar mark í kvöld.
Róbert Aron skorar mark í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Valur varð Íslandsmeistari í 23. sinn í kvöld eftir að hafa unnið Hauka 29-34. Róbert Aron Hostert leikmaður Vals var í skýjunum eftir að hafa unnið sinn fjórða Íslandsmeistaratitil.

„Það er geggjað að verða Íslandsmeistari í fjórða skiptið. Ég hef orðið Íslandsmeistari með öllum liðum sem ég hef spilað með hér heima, það er eins dæmi."

„Þetta lið sem ég er í er geggjað, við ætluðum ekki að fara halda neinu forskoti heldur rúlla yfir þá sem við gerðum á endanum," sagði Róbert Aron raðsigurvegari.

Róbert Aron gekk í raðir Vals fyrir þremur árum með markmið sem varð að veruleika í kvöld.

„Í úrslitakeppni er svo mikilvægt að fá þessi augnablik sem snúa þér í hag, þetta var stál í stál. Það má hrósa spennustiginu hjá okkur öllum sérstaklega hjá ungu leikmönnunum."

Tímabilið hófst 12. september hjá Val, Róbert viðurkenndi að þetta tímabil var mjög langt og reyndi mikið á alla leikmenn.

„Þetta tímabil er búið að stoppa endalaust, síðan hefur tímabil hjá okkur verið upp og ofan sem kom á daginn að við lærðum af því fyrr í vetur á meðan Haukarnir fengu loksins skell eftir að hafa valtað yfir alla."

„Við vorum einfaldlega langbestir í þessari úrslitakeppni svo einfalt er það. Valur er frábært félag og er geggjað að ná að koma með titil í félagið."

Róbert Aron endaði á að segja að hann verði í Val á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×