Covid-19 og áhrif á heilbrigðisþjónustu Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. júní 2021 07:01 Heilbrigðiskerfi um heim allan hafa verið undir gríðarlegu álagi og stjórnvöld hafa reynt að hemja útbreiðslu faraldursins en samtímis verja heilbrigðiskerfin gegn því að hreinlega falla saman. Þótt enn séu ekki öll kurl komin til grafar bendir flest til þess að við Íslendingar höfum komist í gegnum það versta. Dánartíðnin hefur sem betur fer verið lág hér á landi miðað við flest önnur lönd og tekist hefur að miklu leyti að verja heilbrigðiskerfið þótt augljóslega hafi þurft að forgangsraða og fresta valkvæðum aðgerðum þegar álagið frá Covid-19 hefur verið sem mest. Við þessar erfiðu aðstæður hefur heilbrigðiskerfið okkar sýnt einstaka fagmennsku og sveigjanleika og starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni hefur sýnt mikla hugmyndaauðgi, fórnfýsi og dugnað. Nú sjáum við sem betur fer ljósið við enda ganganna; bólusetningar ganga vel, þökk sé frábæru skipulagi heilsugæslunnar, og horfur eru á því að líf landsmanna geti færst í eðlilegt horf á næstu vikum og mánuðum. Breytingar á fyrirkomulagi skimana Skimanir fyrir krabbameini, sálfræðiþjónusta við börn og fullorðna og loks liðskiptaðagerðir hafa verið mikið í umræðunni. Um síðustu áramót var framkvæmd leghálsskimana flutt til heilsugæslunnar en brjóstaskimanir til Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Með breytingum á tilhögun skimunar fyrir krabbameini er verið að færa tilhögun þessara mála hér á landi nær því sem mælt er með samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum, meðal annars frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og markmiðið er að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar til lengri tíma. Í raun gefur þetta fyrirkomulag íslenskum konum möguleika á því að njóta sama öryggis og konur í nágrannalöndunum, þar sem markmiðið er að útrýma leghálskrabbameini. Að beiðni nokkurra þingmanna hef ég skilað skýrslu til Alþingis um ákvörðunarferlið í þessu máli. Skýrslan er samin af óháðum aðila, Haraldi Briem fyrrverandi sóttvarnarlækni. Í henni koma fram svör við þeim atriðum sem mest hafa verið til umræðu. Ýmsir örðugleikar höfðu þegar gert vart við sig á síðustu mánuðum í rekstri Krabbameinsfélagsins, m.a. alvarlegt atvik sem leiddi til þess að endurskoða varð tæplega 5000 sýni haustið 2020. Í skýrslunni segir orðrétt um þetta: „Þáttur leitarstöðvar KÍ og þáttaskil í starfsemi hennar sem lauk áður en samningstími hennar rann út kann að skýrast af alvarlegu atviki sem tengdist starfseminni og tekið var til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Atvikið varpar ljósi á hversu litlar rannsóknarstofur eru viðkvæmar og hversu mikilvægt er að viðhalda gæðastaðli.“ Þá kemur fram í skýrslunni að svör Landspítala við fyrirspurnum heilsugæslunnar og heilbrigðisráðuneytisins um rannsóknir leghálssýna hafi ekki verið skýr og háð mörgum skilyrðum, sem varð til þess að leitað var til aðila erlendis um rannsókn leghálssýna. Enn fremur segir í skýrslunni að „Tíminn frá sýnatöku þar til svar hefur borist um niðurstöðu er langur eða 2-3 mánuðir. Þessar tafir eiga að stórum hluta rót sína að rekja til vandamála sem tengjast hugbúnaði og upplýsingakerfum HH. Unnið er að því að flýta því ferli. Gagnrýna má hversu lengi það hefur tafist þó alltaf megi búast við byrjunarörðugleikum.“ Ég er sannfærð um að fyrirkomulag krabbameinskimana í landinu verði bæði betra og öruggara en áður þegar byrjunarörðugleikarnir verða að baki. Styttri bið eftir þjónustu en búist var við eftir Covid-19 Heilbrigðisráðuneytið hefur nú skilað til þingsins nýrri skýrslu um afleiðingar Covid-19 á bið eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þar kemur fram að staðan er í raun betri en óttast var. Bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna og fullorðinna hefur í nokkrum tilfellum aukist lítillega og þar hafa tímabundnar lokanir vegna Covid-19 skipt mestu máli, en t.d. hefur bið eftir ADHD-greiningum á BUGL styst. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið aukið til muna í tíð þessarar ríkisstjórnar, m.a. með fjölgun sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Það hefur verið stefna mín að auka þjónustu sálfræðinga og sjúkraþjálfara við heilsugæsluna um allt land en að auki hefur verið varið sérstöku fjármagni í samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Unnið er að því um þessar mundir að ljúka samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga en einnig um þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu við börn. Mikil fjölgun liðskiptaaðgerða framundan Bið eftir liðskiptaaðgerðum hefur lengst óverulega á Landspítala, þrátt fyrir tímabundnar lokanir vegna álags á gjörgæsludeildum en á sama tíma hefur bið styst eftir liðskiptaaðgerðum á Akranesi og á Akureyri. Þá er í bígerð að gera Akranes að liðskiptamiðstöð fyrir landið sem þýðir fjölgun aðgerða þar sem nemur rúmlega þrjú hundruð aðgerðum á ári, þannig að samtals verði hægt að framkvæmda um 430 liðskiptaaðgerðir þar á ári. Áætlað er að liðskiptamiðstöðin verði tekin í gagnið fyrri hluta árs 2022. Einnig styttist í að tekinn verði í notkun miðlægur biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir. Miðlægur biðlisti auðveldar alla forgangsröðun þeirra sem bíða eftir aðgerð en ég held því fram að okkar opinbera heilbrigðiskerfi hafi staðist það álag sem heimsfaraldurinn hefur falið í sér og gott betur. Faraldurinn hefur fært okkur heim sönnur fyrir mikilvægi þess að hafa hér á landi öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Okkur hefur gengið vel í baráttunni og allt bendir nú til þess að okkur muni takast að halda áfram að einbeita okkur að því að koma heilbrigðisstefnu til ársins 2030 til framkvæmda og styrkja og efla heilbrigðiskerfið okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfi um heim allan hafa verið undir gríðarlegu álagi og stjórnvöld hafa reynt að hemja útbreiðslu faraldursins en samtímis verja heilbrigðiskerfin gegn því að hreinlega falla saman. Þótt enn séu ekki öll kurl komin til grafar bendir flest til þess að við Íslendingar höfum komist í gegnum það versta. Dánartíðnin hefur sem betur fer verið lág hér á landi miðað við flest önnur lönd og tekist hefur að miklu leyti að verja heilbrigðiskerfið þótt augljóslega hafi þurft að forgangsraða og fresta valkvæðum aðgerðum þegar álagið frá Covid-19 hefur verið sem mest. Við þessar erfiðu aðstæður hefur heilbrigðiskerfið okkar sýnt einstaka fagmennsku og sveigjanleika og starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni hefur sýnt mikla hugmyndaauðgi, fórnfýsi og dugnað. Nú sjáum við sem betur fer ljósið við enda ganganna; bólusetningar ganga vel, þökk sé frábæru skipulagi heilsugæslunnar, og horfur eru á því að líf landsmanna geti færst í eðlilegt horf á næstu vikum og mánuðum. Breytingar á fyrirkomulagi skimana Skimanir fyrir krabbameini, sálfræðiþjónusta við börn og fullorðna og loks liðskiptaðagerðir hafa verið mikið í umræðunni. Um síðustu áramót var framkvæmd leghálsskimana flutt til heilsugæslunnar en brjóstaskimanir til Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Með breytingum á tilhögun skimunar fyrir krabbameini er verið að færa tilhögun þessara mála hér á landi nær því sem mælt er með samkvæmt alþjóðlegum leiðbeiningum, meðal annars frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, og markmiðið er að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar til lengri tíma. Í raun gefur þetta fyrirkomulag íslenskum konum möguleika á því að njóta sama öryggis og konur í nágrannalöndunum, þar sem markmiðið er að útrýma leghálskrabbameini. Að beiðni nokkurra þingmanna hef ég skilað skýrslu til Alþingis um ákvörðunarferlið í þessu máli. Skýrslan er samin af óháðum aðila, Haraldi Briem fyrrverandi sóttvarnarlækni. Í henni koma fram svör við þeim atriðum sem mest hafa verið til umræðu. Ýmsir örðugleikar höfðu þegar gert vart við sig á síðustu mánuðum í rekstri Krabbameinsfélagsins, m.a. alvarlegt atvik sem leiddi til þess að endurskoða varð tæplega 5000 sýni haustið 2020. Í skýrslunni segir orðrétt um þetta: „Þáttur leitarstöðvar KÍ og þáttaskil í starfsemi hennar sem lauk áður en samningstími hennar rann út kann að skýrast af alvarlegu atviki sem tengdist starfseminni og tekið var til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Atvikið varpar ljósi á hversu litlar rannsóknarstofur eru viðkvæmar og hversu mikilvægt er að viðhalda gæðastaðli.“ Þá kemur fram í skýrslunni að svör Landspítala við fyrirspurnum heilsugæslunnar og heilbrigðisráðuneytisins um rannsóknir leghálssýna hafi ekki verið skýr og háð mörgum skilyrðum, sem varð til þess að leitað var til aðila erlendis um rannsókn leghálssýna. Enn fremur segir í skýrslunni að „Tíminn frá sýnatöku þar til svar hefur borist um niðurstöðu er langur eða 2-3 mánuðir. Þessar tafir eiga að stórum hluta rót sína að rekja til vandamála sem tengjast hugbúnaði og upplýsingakerfum HH. Unnið er að því að flýta því ferli. Gagnrýna má hversu lengi það hefur tafist þó alltaf megi búast við byrjunarörðugleikum.“ Ég er sannfærð um að fyrirkomulag krabbameinskimana í landinu verði bæði betra og öruggara en áður þegar byrjunarörðugleikarnir verða að baki. Styttri bið eftir þjónustu en búist var við eftir Covid-19 Heilbrigðisráðuneytið hefur nú skilað til þingsins nýrri skýrslu um afleiðingar Covid-19 á bið eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins. Þar kemur fram að staðan er í raun betri en óttast var. Bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna og fullorðinna hefur í nokkrum tilfellum aukist lítillega og þar hafa tímabundnar lokanir vegna Covid-19 skipt mestu máli, en t.d. hefur bið eftir ADHD-greiningum á BUGL styst. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið aukið til muna í tíð þessarar ríkisstjórnar, m.a. með fjölgun sálfræðinga og stofnun geðheilsuteyma í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Það hefur verið stefna mín að auka þjónustu sálfræðinga og sjúkraþjálfara við heilsugæsluna um allt land en að auki hefur verið varið sérstöku fjármagni í samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Unnið er að því um þessar mundir að ljúka samningagerð við sjálfstætt starfandi sálfræðinga en einnig um þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu við börn. Mikil fjölgun liðskiptaaðgerða framundan Bið eftir liðskiptaaðgerðum hefur lengst óverulega á Landspítala, þrátt fyrir tímabundnar lokanir vegna álags á gjörgæsludeildum en á sama tíma hefur bið styst eftir liðskiptaaðgerðum á Akranesi og á Akureyri. Þá er í bígerð að gera Akranes að liðskiptamiðstöð fyrir landið sem þýðir fjölgun aðgerða þar sem nemur rúmlega þrjú hundruð aðgerðum á ári, þannig að samtals verði hægt að framkvæmda um 430 liðskiptaaðgerðir þar á ári. Áætlað er að liðskiptamiðstöðin verði tekin í gagnið fyrri hluta árs 2022. Einnig styttist í að tekinn verði í notkun miðlægur biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir. Miðlægur biðlisti auðveldar alla forgangsröðun þeirra sem bíða eftir aðgerð en ég held því fram að okkar opinbera heilbrigðiskerfi hafi staðist það álag sem heimsfaraldurinn hefur falið í sér og gott betur. Faraldurinn hefur fært okkur heim sönnur fyrir mikilvægi þess að hafa hér á landi öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Okkur hefur gengið vel í baráttunni og allt bendir nú til þess að okkur muni takast að halda áfram að einbeita okkur að því að koma heilbrigðisstefnu til ársins 2030 til framkvæmda og styrkja og efla heilbrigðiskerfið okkar allra.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar