Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 14:45 Einar Þorsteinn Ólafsson kom með beinum hætti að sex mörkum Vals gegn Haukum í gær. vísir/Hulda Margrét Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira