Gefið ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum þótt hann spili ekki sókn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2021 14:45 Einar Þorsteinn Ólafsson kom með beinum hætti að sex mörkum Vals gegn Haukum í gær. vísir/Hulda Margrét Einari Þorsteini Ólafssyni er fleira til lista lagt en að spila vörn. Hann hefur nefnilega gefið samtals ellefu stoðsendingar í síðustu tveimur leikjum Vals þrátt fyrir að spila ekki í einni einustu uppstilltri sókn. Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Einar gaf sex stoðsendingar þegar Valur vann Hauka, 32-29, í fyrri leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í gær samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann skoraði auk þess eitt mark. Í leiknum gegn ÍBV á föstudaginn skoraði Einar eitt mark og gaf fimm stoðsendingar. Hann stal svo boltanum í lokasókn Eyjamanna eins og frægt er orðið. Það sem vekur helst athygli við þessa stoðsendingatölfræði er að Einar spilar bara vörn og skokkar alltaf af velli þegar Valsmenn stilla upp í sókn. Hann keyrir hins vegar með fram í hraðaupphlaup og er afar naskur á að finna samherja sína í góðum færum eins og hann hefur sýnt í síðustu tveimur leikjum. Honum gengur öllu verr að nýta þau færi sem hann fær sjálfur en Einar hefur klikkað á fjórum af sex skotum sínum í síðustu tveimur leikjum Vals. Einar Þorsteinn í fanginu á Darra Aronssyni.vísir/Hulda Margrét Samkvæmt tíðindamanni Vísis voru Einar og félagar í Val mættir á veitingastaðinn Ask í hádeginu þar sem þeir fylltu á tankinn eftir átök gærkvöldsins. Einar hefur slegið í gegn með Val á tímabilinu en hann hefur nýtt óvænt tækifæri sitt til hins ítrasta. „Ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar þegar hann mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn gegn ÍBV á föstudaginn. Valur og Haukar mætast öðru sinni á Ásvöllum á föstudagskvöldið. Eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum í gær standa Valsmenn vel að vígi og svo lengi sem þeir tapa ekki með meira en þremur mörkum verða þeir Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira