„Hann er bara pabbi minn, ég lít ekki á hann sem einhverja stjörnu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júní 2021 10:00 Einar Þorsteinn Ólafsson er einn af óvæntustu stjörnum tímabilsins. stöð 2 sport Einar Þorsteinn Ólafsson var hetja Valsmanna í seinni leiknum gegn Eyjamönnum í undanúrslitum Olís-deildar karla á föstudaginn. Hann stal boltanum í lokasókn ÍBV og sá til þess að Valur fór áfram í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Einar mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn á Hlíðarenda. Valsmenn töpuðu honum, 27-29, en unnu einvígið, 55-54 samanlagt. „Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er bara geggjað, eftir frekar eðlilegan leik hjá mér, ekkert sérstakan, að geta stolið honum manni færri. Þetta hefði ekki getað endað betur,“ sagði Einar. Hann var að sjálfsögðu spurður út í lokasókn ÍBV þar sem hann stal boltanum. „Ég var reyndar alveg frosinn í leikhléinu. Ég gat ekki hreyft mig en svo var flautað og ég gerði það sem ég geri á æfingum og það heppnaðist,“ sagði Einar og bætti við að ekki hafi verið lagt upp með að hann ryki út úr vörninni og til að stela boltanum. Var rosalega lélegur á yngri árum Einar er á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki Vals. Ekki er langt síðan hann æfði körfubolta eftir að hafa hlaupið á vegg í handboltanum. Hann segir margt í körfuboltaþjálfuninni hjálpi honum í handboltanum. „Ég hef alltaf verið handboltastrákur. Eitt árið gekk mér ekkert vel í handboltanum, hafði ekkert þroskast og var rosalega lélegur á yngri árum,“ sagði Einar. „Ég ákvað að prófa körfuboltann, var alveg góður og lærði ógeðslega mikið þessi tvö til þrjú ár sem ég æfði, varnarstaðsetningar og fótavinnu. Svo varð ég betri í handbolta. Ég lærði rosalega mikið og væri ekki sami leikmaður ef ég hefði ekki farið í körfuna.“ Eins og flestir vita er Einar sonur Ólafs Stefánssonar, besta handboltamanns sem Ísland hefur alið. „Hann er bara pabbi minn, ég lít ekki á hann sem einhverja stjörnu. Markmiðið er að ná honum sóknarlega og ég er nú þegar orðinn betri en hann varnarlega,“ sagði Einar og ítrekaði svo að hann væri að grínast. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Einar Þorstein Einar segist ekki hafa búist við því að fá svona stórt hlutverk í Valsliðinu fyrir tímabilið. „Nei, ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar. Hann stefnir hátt og vill komast eins langt og mögulegt er. „Ég myndi ekki segja að ferilinn minn hafi heppnast ef ég enda í Grill deildinni eða eitthvað eftir tíu ár. Ekkert diss á Grill deildina en ég vil meiri hluti. Ég vil verða besti leikmaður sem ég get orðið,“ sagði Einar. Fyrri leikur Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:45. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok. 11. júní 2021 22:52 Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel „Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni. 11. júní 2021 22:41 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. 11. júní 2021 22:36 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Einar mætti í settið hjá Seinni bylgjunni eftir leikinn á Hlíðarenda. Valsmenn töpuðu honum, 27-29, en unnu einvígið, 55-54 samanlagt. „Mér hefur aldrei liðið svona áður. Þetta er bara geggjað, eftir frekar eðlilegan leik hjá mér, ekkert sérstakan, að geta stolið honum manni færri. Þetta hefði ekki getað endað betur,“ sagði Einar. Hann var að sjálfsögðu spurður út í lokasókn ÍBV þar sem hann stal boltanum. „Ég var reyndar alveg frosinn í leikhléinu. Ég gat ekki hreyft mig en svo var flautað og ég gerði það sem ég geri á æfingum og það heppnaðist,“ sagði Einar og bætti við að ekki hafi verið lagt upp með að hann ryki út úr vörninni og til að stela boltanum. Var rosalega lélegur á yngri árum Einar er á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki Vals. Ekki er langt síðan hann æfði körfubolta eftir að hafa hlaupið á vegg í handboltanum. Hann segir margt í körfuboltaþjálfuninni hjálpi honum í handboltanum. „Ég hef alltaf verið handboltastrákur. Eitt árið gekk mér ekkert vel í handboltanum, hafði ekkert þroskast og var rosalega lélegur á yngri árum,“ sagði Einar. „Ég ákvað að prófa körfuboltann, var alveg góður og lærði ógeðslega mikið þessi tvö til þrjú ár sem ég æfði, varnarstaðsetningar og fótavinnu. Svo varð ég betri í handbolta. Ég lærði rosalega mikið og væri ekki sami leikmaður ef ég hefði ekki farið í körfuna.“ Eins og flestir vita er Einar sonur Ólafs Stefánssonar, besta handboltamanns sem Ísland hefur alið. „Hann er bara pabbi minn, ég lít ekki á hann sem einhverja stjörnu. Markmiðið er að ná honum sóknarlega og ég er nú þegar orðinn betri en hann varnarlega,“ sagði Einar og ítrekaði svo að hann væri að grínast. Klippa: Seinni bylgjan - Viðtal við Einar Þorstein Einar segist ekki hafa búist við því að fá svona stórt hlutverk í Valsliðinu fyrir tímabilið. „Nei, ég var bara heppinn að leikmenn meiddust og ég fékk tækifæri. Planið fyrir tímabilið var að ég myndi æfa, lyfta hjá styrktarþjálfara og borða endalaust af mat,“ sagði Einar. Hann stefnir hátt og vill komast eins langt og mögulegt er. „Ég myndi ekki segja að ferilinn minn hafi heppnast ef ég enda í Grill deildinni eða eitthvað eftir tíu ár. Ekkert diss á Grill deildina en ég vil meiri hluti. Ég vil verða besti leikmaður sem ég get orðið,“ sagði Einar. Fyrri leikur Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18:45. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok. 11. júní 2021 22:52 Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel „Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni. 11. júní 2021 22:41 Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. 11. júní 2021 22:36 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Hákon Daði: Stutt í gleðina og stutt í sorgina Hákon Daði Styrmisson lék sinn síðasta leik fyrir ÍBV í bili þegar liðið vann Val í kvöld, 27-29. Hann, eins og aðrir Eyjamenn, var samt sár og svekktur í leikslok. 11. júní 2021 22:52
Snorri Steinn: Man ekki hvernig mér leið, örugglega ekki vel „Ég man það ekki, örugglega ekki vel,“ svaraði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, aðspurður hvernig honum hefði liðið í lokasókn ÍBV. Eyjamenn voru tveimur mörkum yfir fyrir hana og hefðu farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn ef þeir hefðu skorað úr henni. 11. júní 2021 22:41
Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 27-29 | Valsmenn héldu út og komust í úrslit Valur er kominn í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla þrátt fyrir tap gegn ÍBV, 27-29, á heimavelli í kvöld. Valsmenn unnu fyrri leikinn í Eyjum, 25-28, og einvígið samanlagt, 55-54. Valur mætir Haukum í úrslitaeinvíginu sem hefst í næstu viku. 11. júní 2021 22:36