Stéttarmorð Tinna Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2021 22:00 Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun