Stéttarmorð Tinna Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2021 22:00 Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun