Stéttarmorð Tinna Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2021 22:00 Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun