Stéttarmorð Tinna Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2021 22:00 Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar