Stéttarmorð Tinna Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2021 22:00 Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Árið 2010 hófst nám í talmeinafræði hér á landi eftir margra ára baráttu talmeinafræðinga á Íslandi. Fram að því hafði stéttin verið fámenn og nýliðun hæg. Að fá námið hingað til lands var afrek út af fyrir sig og ber að þakka þeim talmeinafræðingum sem ruddu brautina. Þeir talmeinafræðingar sem stóðu á bakvið upphaf náms í talmeinafræði með áralangri baráttu, voru til dæmis þær dr. Þóra Másdóttir, dr. Sigríður Magnúsdóttir og dr. Jóhanna Einarsdóttir - og lögðu fleiri hönd á plóg. Vegna þess hve fáir talmeinafræðingar eru úti á akrinum til að handleiða nýliða og einnig vegna fjárskorts er tekið inn í námið annað hvert ár og eru 15 pláss í hverju holli. Frá því að námið hófst hafa 77 talmeinafræðingar hlotið löggildingu landlæknis til að starfa með börnum og fullorðnum með vanda af ýmsu tagi, framburðarfrávik, málþroskafrávik, stam, parkinsons og aðra taugatengda sjúkdóma, heilablóðföll, öldrun og svo mætti áfram telja. Alls eru 144 talmeinafræðingar með starfsleyfi skv. Landlæknisembættinu svo sjá má að fjölgun hefur orðið um nánast 100% á 9 árum. Það er því með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hér á landi krefjist 2ja ára starfsreynslu talmeinafræðings til að komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Undirrituð var sjálf formaður Félags talmeinafræðinga þegar fréttist af þessu ákvæði í samningum og ég get vottað að enginn skilur til þessa dags hvernig þetta ákvæði komst inn í samninga án þess að nokkur tæki eftir. Það sem talmeinafræðingar hafa gert til að halda úti þjónustu þrátt fyrir ákvæðið er að ráða nýútskrifaða talmeinafræðinga til að starfa með sér á sínum samningi - eða leigja út einingar eins og sagt er. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú lagt blátt bann við þessu og gert endurkröfu á nokkra starfandi talmeinafræðinga upp á tugi milljóna. Jafnvel þótt þjónustan hafi þegar verið innt af hendi og það af löggiltum talmeinafræðingi. Það er auðsýnt að þessi aðför að talmeinafræðingum hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér því engin stofa getur borið margra milljóna endurkröfur - hvað þá þegar segja þarf upp fólki vegna ákvæðisins. Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum fer opinberum stöðum þeirra heldur ekki fjölgandi. Hvað eiga nýútskrifaðir talmeinafræðingar að gera í 2 ár áður en þeir komast á samning? Jú þeir gætu hæglega boðið þjónustu og beðið fólk að greiða úr eigin vasa en það er ekki óskastaða og skapar óréttlæti og stéttamun gagnvart skjólstæðingum. Dæmi eru um að talmeinafræðingur gæti að loknu námi starfað á stofu í sínu bæjarfélagi ásamt reyndari talmeinafræðingi - en þetta ákvæði kemur í veg fyrir að svo geti orðið. Talmeinafræðingur verður að afla sér 2ja ára starfsreynslu áður en að hann getur náðarsamlegast sótt um að komast á samning hjá hinum hæstvirtu Sjúkratryggingum Íslands. Börn og fullorðnir bíða í hrönnum eftir þjónustu talmeinafræðinga. Við vitum að fjárfesting í börnum og þjónustu við þau skilar sér margfalt til baka í framtíðinni. Snemmtæk íhlutun er langbesta fjárfestingin. Ég biðla til yfirvalda að vinna með talmeinafræðingum að því að hafa þessi mál í lagi. Það er algjör óþarfi að stúta heilli stétt með skriffinnsku og tæknilegum lagaatriðum þegar við erum á endanum öll í sama liðinu - að bæta og auka þjónustu við þjóðina. Höfundur er talmeinafræðingur hjá Tröppu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun