Körfubolti

NBA dagsins: Tvíeykið sá um að afgreiða Brooklyn Nets

Sindri Sverrisson skrifar
Khris Middleton sækir að körfu Brooklyn Nets.
Khris Middleton sækir að körfu Brooklyn Nets. Getty/Stacy Revere

Giannis Antetokounmpo og Khris Middleton sendu skýr skilaboð um það í upphafi leiks að Milwaukee Bucks væri ekki að fara að láta Brooklyn Nets komast í 3-0 í einvígi liðanna í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Milwaukee náði 21 stigs forskoti snemma leiks en það forskot var hins vegar fljótt að hverfa og í lokin mátti minnstu muna að Brooklyn færi með sigur af hólmi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan:

Klippa: NBA dagsins 11. júní

Milwaukee hélt hins vegar út og tókst að verjast þriggja stiga tilraun Kevin Durant sem gat jafnað metin með lokaskotinu:

„Við vildum bara gera þetta eins erfitt fyrir þá og við gátum. Við vitum að á úrslitastundu fær Kevin Durant boltann og við erum allir viðbúnir því,“ sagði Antetokounmpo eftir að hafa séð boltann skoppa aftast á körfuhringnum og upp.

Antetokounmpo sagði þá Middleton ekki hafa þurft að eiga neitt sérstakt samtal fyrir leikinn, til að Milwaukee gæti svarað fyrir sig eftir töpin tvö. Þeir væru nú búnir að spila saman í átta ár og þekktu svona leiki.

Middleton skoraði 35 stig og tók 15 fráköst, og Antetokounmpo skoraði 33 stig og tók 14 fráköst. Þeir skoruðu því samtals 68 af 86 stigum Milwaukee.

Svipmyndir úr sigri Milwaukee og öðrum sigri Utah Jazz á LA Clippers má sjá í NBA dagsins hér að ofan, ásamt viðtali við Antetokounmpo.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.