Golf

Jóhanna í undanúrslit og nálgast þrjú risamót

Sindri Sverrisson skrifar
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir mun þegar hafa náð besta árangri íslensks kylfings á Opna breska áhugamannamótinu í golfi kvenna.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir mun þegar hafa náð besta árangri íslensks kylfings á Opna breska áhugamannamótinu í golfi kvenna. golf.is

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR er komin í undanúrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi eftir að hafa slegið út hina írsku Kate Lanigan í morgun.

Á mótinu var spilaður höggleikur í tvo daga og komust efstu 64 kylfingarnir áfram í útsláttarkeppni þar sem keppt er í holukeppni. Jóhanna Lea endaði í 53. sæti í höggleiknum en hefur svo slegið út fjóra andstæðinga í holukeppninni, nú síðast Lanigan með 3/1 sigri.

Samkvæmt upplýsingum GSÍ er um að ræða besta árangur íslensks kylfings í kvennaflokki á Opna breska áhugamannamótinu.

Jóhanna Lea mætir heimakonunni Shannon McWilliam frá Skotlandi í undanúrslitunum.

Til afar mikils er að vinna á mótinu því sú sem stendur uppi sem sigurvegari fær keppnisrétt á þremur risamótum atvinnukylfinga; Opna breska mótinu, Opna bandaríska og Evian meistaramótinu, sem og á Augusta National meistaramóti áhugamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×